Ten Hag: „Ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo“ Siggeir Ævarsson skrifar 26. nóvember 2023 21:01 Erik ten Hag var brosmildur á blaðamannafundinum eftir leik. Vísir/Getty Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir 0-3 útisigur liðsins gegn Everton í dag. Hann lagði áherslu á að halda mönnum áfram jarðtengdum. „Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira
„Þetta var góð frammistaða í dag. Við byrjuðum vel og skoruðum frábært mark. Ekki bara afgreiðslan sjálf sem var mögnuð heldur undirbúningurinn allur. En mér fannst við vera of „passífir“ í fyrri hálfleik. Við slökuðum of mikið á og ég var ekki ánægður þann hluta leiksins en í seinni hálfleik voru við miklu betri og skoruðum tvö góð mörk.“ Stuðningsmenn Everton eru eðli málsins samkvæmt sótillir yfir stöðu liðsins en stigafrádrátturinn virðist þó hafa þjappað fólki í kringum liðið saman. Ten Hag sagði að hans lið hefði þegar mætt á erfiða útivelli og ætti eftir að gera það aftur og hann hafði ekki áhyggjur. „Við höfum verið að spila á erfiðum útivöllum eins og í Kaupmannahöfn og ég held að frammistaðan okkar þar þangað til að við fengum rauða spjaldið sýni hvernig við ætlum að spila í þessum leikjum.“ „Það er auðvitað sérstakt að koma hingað eftir það sem þessi klúbbur hefur gengið í gegnum sem er mjög sorglegt. Þú veist að þeir eru reiðir og liðið fær aukinn eldmóð úr þessum erfiðleikum.“ Hann var að lokum spurður um samanburð á draumamarki Garnacho við mörk sem Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo hafa skorað í gegnum tíðina. Ten Hag taldi að slíkur samanburður væri ekki tímabær. „Það er ekki sanngjarnt að bera Garnacho saman við Rooney og Ronaldo, það er ekki réttmætt. Þeir eru allir einstakir leikmenn og spila á sinn hátt en Garnacho gæti vel orðið leikmaður á sama skala og þeir en hann verður að vinna fyrir því og halda áfram að bæta sinn leik og halda stöðugleika. Hingað til hefur hann ekki náð því en hann á klárlega möguleika á að ná á sama stall og þeir.“ Viðtalið í heild má sjá hér að neðan:
Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Enski boltinn Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Enski boltinn Fóru að slást í klefanum og voru báðir settir á sölulista Fótbolti Keyptu nýjan leikmann fyrir sektina hans Gyökeres Sport Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Sport Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Fótbolti Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sjá meira