Staðráðin í að snúa aftur „hvað sem það kostar“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. nóvember 2023 19:52 Magni Freyr Emilsson ásamt börnum. Þau eru staðráðin í að snúa aftur til Grindavíkur. vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingar fengu að fara með flutningabíla inn í bæinn í dag, til að vitja fleiri muna en þeirra nauðsynja sem þeir hafa hingað til getað sótt. Þeir íbúar sem fréttastofa hitti á eru staðráðnir í að Hflytja aftur heim. Hugsanlegt er að hluti kvikunnar undir bænum sé storknaður. Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Umferðin um Grindavík var minni í dag en oft áður þegar íbúum hefur verið hleypt inn í bæinn. Sú breyting var gerð í dag að íbúum er heimilað að koma með stóra flutningabíla tli að ferja búslóðir sínar. Fréttastofa hitti fyrir hjón í Grindavík sem voru að sækja stærri muni af heimili sínu og fara með upp í sendiferðabíl. „Sófasettið, borð, arininn og eitthvað smotterí til að bjarga sér,“ segir Hrafnhildur Björnsdóttir. Hjónin hafa haldið til í sumarbústað á Bifröst fram að þessu, en munu nú leigja í Garði, en Hrafnhildur starfar í Keflavík. Þetta er það allra helsta, þið eruð ekki að hreinsa út af heimilinu? „Það er ekki pláss fyrir allt dótið á nýja staðnum, en við ætlum líka aftur heim. Það er planið.“ Hrafnhlidur ásamt hundi sínum.vísir/Steingrímur Dúi Það sé skrýtið að vita ekki hvenær aftur verði hægt að búa í Grindavík. Þetta gerist náttúrulega svolítið hratt, og kannski varð þetta meira en flestir áttu von á. En jú, það er skrýtið að sjá ekki nágranna sína og allt iðandi af lífi í þessum flotta bæ. Það vonandi verður bara í lagi seinna.“ Magni Freyr Emilsson var í bænum ásamt börnum sínum þar sem hann var að ná í atvinnutæki og líta á heimilið. Spurður hvernig staðan á heimilinu sé segir Magni: „Hún er bara þokkalega góð, það er rennandi vatn. Ég var glaður að sjá að það kom ekkert gruggugt eða brúnt vatn. Ástandið á bænum í dag.vísir/Steingrímur Dúi Þrátt fyrir ástandið er hann bjartsýnn á framtíðina. „Þetta er ákveðin æfing í æðruleysi og þolinmæði,“ segir Magni sem dvelur nú í Reykjavík í íbúð hjá frændfólki. „Ég er staðráðinn í að koma aftur og verja mínum tíma í þessu húsi, hvað sem það kostar.“ Vísindamenn telja nú að kvikan í ganginum undir Grindavík sé storknuð að hluta. Því megi ætla að líkurnar á gosi fari dvínandi eftir því sem dagarnir líða. Aflögun mælist þó enn við sigdalinn í Grindavík, en hreyfingin sé mun minni en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu