„Körfuboltaleikur í kvöld en ekki tilfinningalegur rússíbani“ Aron Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2023 14:49 Grannaslagur Grindavíkur og Keflavíkur er á dagskrá Subway deildar karla í körfubolta í dag Vísir/Samsett mynd Pétur Ingvarsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta segir það vissulega sérstaka tilfinningu að vera halda inn í útileik gegn nágrönnunum frá Grindavík þar sem að leikurinn verður spilaður í Smáranum í Kópavogi. Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt. Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira
Grindavík tekur á móti Keflavík í fyrri leik kvöldsins í Subway deild karla af tveimur klukkan hálf sex en sökum rýmingar sem staðið var að í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga verður leikurinn leikinn í Kópavogi. „Leikur kvöldsins er með sérstakara formerki þar sem að við erum að fara í Kópavoginn að keppa við granna okkar frá Grindavík. Þetta verður því öðruvísi en vanalega,“ sagði Pétur í samtali við Val Pál Eiríksson í hádegisfréttatíma Bylgjunnar. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, á hliðarlínunni.Vísir/Bára Dröfn Það væntanlega gefur þessu enn sérstakari blæ. Að vera í Smáranum? „Já akkúrat. Ég er svo sem vanur því að vera þarna í Smáranum en ekki leikmennirnir mínir. Þetta er í sjálfu sér ekki hreinræktaður heimavöllur fyrir Grindvíkinga og því ekki kjöraðstæður fyrir þá. Við reynum að nýta okkur það.“ Pétur á von á því að Grindvíkingar muni styðja vel við bakið á sínum mönnum í Smáranum í kvöld en á sama tíma vonar hann að stuðningsmenn Keflavíkur láti sitt ekki eftir liggja. „Vonandi mæta einhverjir Keflvíkingar líka og styðja okkur. Þessi deild er bara svo jöfn. Ef þú tapar einum leik þá ertu kominn við botn deildarinnar. Að sama skapi ef þú vinnur einn leik, þá ertu kominn við topp deildarinnar. Bæði er mikið undir fyrir bæði lið og út frá því hversu jöfn deildin er þá er þetta gífurlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Þá er Grindavík er á fljúgandi siglingu um þessar mundir, búið að vinna fjóra leiki í röð.“ Frá því að Grindvíkingum var gert að yfirgefa heimabæ sinn á dögunum vegna óvissuástands sökum jarðhræringa á Reykjanesskaganum hefur liðið leikið einn leik í Smáranum. Sá leikur hafði mikið tilfinningalegt gildi fyrir marga en nú á Pétur von á meiri körfuboltaleik. Aðstæður utan vallar muni ekki hafa eins mikið að segja í kvöld. „Ég á síður von á því. Þeirra tilfinninga leikur var síðasti leikur. Nú eru þeir kannski komnir aðeins meira niður á jörðina. Þetta eru fimm leikmenn að reyna skora á hitt liðið og passa að þeir skori ekki á móti. Þetta verður körfuboltaleikur í kvöld en ekki svona tilfinningalegur rússíbani fyrir liðin, þá aðallega Grindvíkinga.“ Ótrúleg spenna Þá man Pétur ekki eftir eins jafnri deildarkeppni líkt og við erum að sjá núna þar sem að eftir leiki kvöldsins munu aðeins tvö stig skilja á milli liðsins í fyrsta sæti og liðsins í áttunda sæti. „Það væri náttúrulega miklu skemmtilegra ef við værum að vinna alla okkar leiki en deildin er bara jöfn og þó farin að skiptast svolítið. Það eru þarna þrjú lið sem eru klárlega komin í botnbaráttuna. Svo eru hin níu liðin bara að berjast í toppbaráttunni og um það hverjir enda í miðjumoðinu. Ég man allavegana ekki eftir svona spennandi deildarkeppni og fylgist ég með mörgum íþróttum. Ég man bara ekki eftir því að þetta hafi verið svona ótrúlega jafnt.
Subway-deild karla UMF Grindavík Grindavík Keflavík ÍF Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Sjá meira