Selja miða sem gilda þó ekki ef Messi spilar leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2023 09:30 Lionel Messi fagnar hér marki með Inter Miami en margir bíða spenntir eftir fyrsta heila tímabili hans í MLS deildinni. Getty/Andy Lyons Bandaríska fótboltaliðið New York Red Bulls er að bjóða stuðningsmönnum sínum sérstakt tilboð fyrir hátíðirnar. Það er samt eins gott þó að kaupendur lesi smáa letrið. Það er ekki búið að draga í leikjaröð fyrir næsta tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum og því vita kaupendur ekki við hverja liðið þeirra er að fara spila í öðrum þessara leikja. Tilboðið er upp að að kaupa miða á fyrsta heimaleik New York liðsins á næstu leiktíð sem og að fá miða á heimaleikinn á móti nágrönnunum í New York City FC. A holiday deal offered by the New York Red Bulls soccer team includes some merchandise as well as a ticket to its first home game. But there's some fine print: If Inter Miami is the opponent, you get a different game. And it's all because of Lionel Messi. https://t.co/PMoHubbwlo— The New York Times (@nytimes) November 22, 2023 Það er þó ekki eins og þeir geti veðjað á það að leikurinn verði á móti Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Smáa letrið er nefnilega þannig að miðinn mun ekki gilda á þennan fyrsta heimaleik ef leikurinn er á móti Messi og félögum. Jú það er Messi klásúla. Verði leikurinn á móti Inter Miami þá gildir miðinn ekki á þann leik heldur á næsta heimaleik liðsins á eftir honum. Miðarnir eru að seljast frá bilinu 98 dollurum í ódýrustu sætin allt upp í 495 dollara fyrir miða í svítunum. Þetta er í íslenskum krónum frá fjórtán þúsundum til sjötíu þúsund krónur. Það er aftur á móti ljóst að ef miðarnir væru á leik með Messi þá væri þetta sannkallað útsöluverð. Miðarnar á leiki Messi hafa rokið upp enda áhuginn mikill á einum allra besta fótboltamanni sögunnar. Forráðamenn New York Red Bulls hafa því varann á. Þetta verður fyrsta fulla tímabil Messi með Inter Miami. Hann fór á kostum í bikarkeppnunum en í deildinni skoraði hann aðeins eitt mark í sex leikjum. Þeir sem þekkja argentínska snillinginn vita að það er von á miklu meiru frá honum í MLS-deildinni 2024. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira
Það er ekki búið að draga í leikjaröð fyrir næsta tímabil í MLS deildinni í Bandaríkjunum og því vita kaupendur ekki við hverja liðið þeirra er að fara spila í öðrum þessara leikja. Tilboðið er upp að að kaupa miða á fyrsta heimaleik New York liðsins á næstu leiktíð sem og að fá miða á heimaleikinn á móti nágrönnunum í New York City FC. A holiday deal offered by the New York Red Bulls soccer team includes some merchandise as well as a ticket to its first home game. But there's some fine print: If Inter Miami is the opponent, you get a different game. And it's all because of Lionel Messi. https://t.co/PMoHubbwlo— The New York Times (@nytimes) November 22, 2023 Það er þó ekki eins og þeir geti veðjað á það að leikurinn verði á móti Lionel Messi og félögum í Inter Miami. Smáa letrið er nefnilega þannig að miðinn mun ekki gilda á þennan fyrsta heimaleik ef leikurinn er á móti Messi og félögum. Jú það er Messi klásúla. Verði leikurinn á móti Inter Miami þá gildir miðinn ekki á þann leik heldur á næsta heimaleik liðsins á eftir honum. Miðarnir eru að seljast frá bilinu 98 dollurum í ódýrustu sætin allt upp í 495 dollara fyrir miða í svítunum. Þetta er í íslenskum krónum frá fjórtán þúsundum til sjötíu þúsund krónur. Það er aftur á móti ljóst að ef miðarnir væru á leik með Messi þá væri þetta sannkallað útsöluverð. Miðarnar á leiki Messi hafa rokið upp enda áhuginn mikill á einum allra besta fótboltamanni sögunnar. Forráðamenn New York Red Bulls hafa því varann á. Þetta verður fyrsta fulla tímabil Messi með Inter Miami. Hann fór á kostum í bikarkeppnunum en í deildinni skoraði hann aðeins eitt mark í sex leikjum. Þeir sem þekkja argentínska snillinginn vita að það er von á miklu meiru frá honum í MLS-deildinni 2024.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Sjá meira