Bær rýmdur eftir enn eitt lestarslysið Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2023 09:56 Íbúar Livingston þurftu að yfirgefa heimili sín á þakkagjörðarhátíðinni. Nú hafa þau fengið að snúa aftur. AP/WTVQ Íbúum lítils þorps í Rockcastle-sýslu í Kentucky í Bandaríkjunum hefur verið leyft að snúa aftur til síns heima, eftir að bæirnir voru rýmdir í kjölfar lestarslyss. Minnst sextán lestarvagnar fóru af sporinu nærri Livingston og var þorpið rýmt í kjölfarið. Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio. Bandaríkin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira
Annar tveggja úr áhöfn lestarinnar særðist lítillega. Andy Beshear, ríkisstjóri Kentucky, lýsti yfir neyðarástandi í sýslunni á miðvikudagskvöld, þar sem lestin bar efni eins og brennistein og eldur kviknaði í brakinu eftir að hún fór af sporinu. Nú er hins vegar búið að slökkva eldinn og gasmælingar sýna að íbúar geta snúið aftur, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Verið er að hreinsa svæðið og laga lestarteinana, samkvæmt forsvarsmönnum fyrirtækisins CSX, sem rekur lestarteinana. Ástæður þess að lesti fór af sporinu eru til rannsóknar. Fyrr á árinu fór lest sem bar meðal annars eiturefni út af sporinu við bæinn Austur-Palestínu í Ohio. Þann bæ þurfti einnig að rýma þar sem eldur kviknaði í brakinu. Ellefu af lestarvögnunum fimmtíu sem fóru af sporinu innihéldu eiturefni og lak hluti þeirra út í andrúmsloftið. Eiturefni brunnu einnig í eldi sem kviknaði í kjölfar slyssins. Um fimmtán hundrað íbúum Austur-Palestínu var gert að yfirgefa heimili sín í nokkra daga. Slökkviliðsmenn komust ekki að eldinum til að slökkva í hann í nokkra daga. Lestarslysum sem þessu hefur farið fjölgandi í Bandaríkjunum. Hefur það að miklu leyti verið rakið til skorts á fjárfestingum og uppihaldi á samgönguinnviðum eins og lestarteinum. National League of Cities, sem eru nokkurs konar Samtök sveitarfélaga í Bandaríkjunum, birtu í sumar gagnvirkt kort sem sýnir tíðni lestaslysa frá árinu 2012. Framkvæmdastjóri samtakanna sagði þá að lestaslys væru allt of tíð. Á hverjum degi færu þrjár lestir af sporinu, að meðaltali. Um helmingur þeirra bæri hættuleg efni. Tíðust eru slysin í Texas, Illinois, Kaliforníu, Pennsylvaníu og Ohio.
Bandaríkin Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Sjá meira