Mikil eyðilegging á nokkrum stöðum en víða minniháttar skemmdir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. nóvember 2023 20:01 Fréttamenn fengu í fyrsta skipti að fara inn í Grindavík í dag en í síðustu viku var þeim meinaður aðgangur að bænum. Almannavarnir fyldu þeim eftir á nokkra staði þar sem skemmdirnar voru augljósastar. Vísir/Vilhelm Sprungan sem liggur gegnum Grindavík hefur valdið margvíslegum skemmdum í bænum. Fjölmiðlar fengu í fyrsta skipti frá því í síðustu viku að fara inn á svæðið í dag. Spænskur blaðamaður segir samlanda sína fylgjast vel með uppbyggingu varnargarða í Svartsengi eftir að eldgos varð við borgina La Palma. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gaf í fyrsta skipti frá því á þriðjudaginn í síðustu viku blaða-og fréttamönnum leyfi til að fara inn í Grindavík en aðeins í fylgd Almannavarna. Erlendir blaðamenn ásamt íslenskum kollegum sínum fengu að fara á þrjá staði á bænum þar sem skemmdir eru augljósastar. Fólk frá björgunarsveitum og almannavörnum sem hafa verið daglega í Grindavík frá rýmingunni föstudaginn 10. nóvember segir að sprunga sem liggur í gegnum bæinn sé stöðugt að gliðna. Það mátti sjá glitta í reyk og lagnir sem lágu hér og þar upp úr henni. Erlendir blaðamenn fengu að fara í hópferðabíl á vegum almannavarna inn í Grindavík í dag. Vísir/Berghildur Eins og í bíómynd Pálmi Þrastarsson björgunarsveitarmaður úr Grindavík hefur verið á vaktinni frá rýmingu. Hann segir að jarðhræringarnar hafi víða haft áhrif á bæinn. „Almennt er stærsti hluti bæjarins nokkuð góður. Það ber á minni háttar skemmdum víða um bæinn og svo stærri skemmdum á nokkrum stöðum,“ segir Pálmi. Hann segist ekki hafa fundið fyrir jarðskjálftum frá því að rýming fór fram en skjálftarnir þá hafi verið rosalegir. „Það var stórundarlegt, eins og í amerískri bíómynd,“ segir hann. Spánverjar fylgjast vel með Meðal fréttamanna sem kannaði aðstæður í Grindavík í dag var Marcos Mendes frá Spáni. Hann segir að samlandar sínir hafi fylgst vel með jarðhræringunum í Grindavík einkum íbúar La Palma en eldfjall við borgina gaus 2021. „Við höfðum ekki tíma til að byggja varnargarða í La Palma á sínum tíma þannig að kvika fór inn í borgina þegar eldfjallið við borgina gaus. Íbúar þar hafa því mikinn áhuga á uppbyggingu varnargarðanna í Svartsengi og vona að sú þekking sem er að verða til þarna nýtist í áframhaldinu,“ segir Marcos.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira