Íslenska kokkalandsliðið á leiðinni á Ólympíuleika Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2023 20:30 Kokkarnir í kokkalandsliðinu, sem munu keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í Stuttgart í Þýskalandi í byrjun febrúar 2024. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það stendur mikið til hjá íslenska kokkalandsliðinu, sem æfir sig nú á fullum krafti fyrir Ólympíuleika, sem verða í byrjun febrúar á nýju ári í Stuttgart í Þýskalandi. Þorskur, íslenskt lamb og hindber verður meðal annars á matseðlinum. Sérstakur uppvaskari fylgir liðinu á leikana. Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
Það er meira en nóg að gera hjá landsliðinu að æfa sig fyrir Ólympíuleikana en allar æfingarnar fara fram fyrir utan hefðbundinn vinnutíma hjá kokkunum á þeirra vinnustöðum. Í gærkvöldi var hópi fólks boðið í mat í húsi Fagfélaganna í Reykjavík þar sem Olympíuréttirnir voru prófaðir og fór engin svikin heim eftir þá máltíð. 12 kokkar skipa landsliðið. „Já, þetta er alltaf rosalega spennandi og gaman að sjá þessa frábæru ungu matreiðslumenn vera að gera þessa frábæru hluti, sem við sjáum hér í dag. Það er sérstaklega gaman að sjá stuttu fyrir mót hvað þau eru klár í mótið,” segir Þórir Erlingsson forseti Klúbbs matreiðslumeistara og bætir við. „Við stefnum á pall, það er ekkert annað sem kemur til greina.” Þórir Erlingsson, forseti Klúbbs matreiðslumeistara, sem er mjög spenntur fyrir gengi liðsins á Ólympíuleikunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og landsliðið er að sjálfsögðu með sinn eigin landsliðsþjálfara, sem heitir Snædís Jónsdóttir. „Það er mikil pressa á okkur og við erum mjög spennt að mæta og keppa. Við verðum með þorsk í forrétt, aðalréttur verður lamb og í eftirrétt verðum við með hindber.” Segir Snædís. Og ætlið þið bara ekki að rústa þessa? „Það er allavega stefnan,” segir hún og skellihlær. Snædís Jónsdóttir, sem er þjálfari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir og Ólöf Ólafsdóttir, sem eru í landsliðinu segja það ótrúlega skemmtilegt en mikla vinnu. Og landsliðið er með sérstakan uppvaskara, sem er mjög mikilvægt hlutverk enda þarf allt að vera hreint og fínt í eldhúsinu, sem eldað er í. En hvernig verður maður góður uppvaskari? Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Að vera snöggur, að hafa allt hreint og vera alltaf tilbúin að hlaupa til,” segir Jafet Bergmann Viðarsson, kokkur og uppvaskari landsliðsins. Sex aðstoðarmenn aðstoða landsliðið við ýmis verk.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kokkalandsliðið Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“