Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 89-80 | Fimmti sigur Stjörnunnar í röð Dagur Lárusson skrifar 21. nóvember 2023 21:50 Katarzyna með boltann í kvöld. Vísir/Vilhelm Nýliðar Stjörnunnar hafa verið á miklu skriði í Subway-deild kvenna í körfubolta og liðið vann sinn fimmta sigur í röð, og þann sjötta í seinustu sjö leikjum, er liðið tók á móti Grindavík, 89-80. Fyrir leikinn var Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan Grindavík var í þriðja sætinu með tólf stig. Leikurinn var virkilega jafn frá upphafi til enda og var fyrsti leikhluti virkilega sveiflukenndur. Fyrst var það Grindavík sem komst í 0-4 forystu áður en Stjarnan tók við sér og komst í 7-4. Mínúturnar eftir það voru mjög svipaðar en leikhlutinn endaði með því að Stjarnan var með tveggja stiga forustu, 25-23. Katarzyna og Denia að spila vel fyrir Stjörnuna á meðan þær Eve og Danielle voru allt í öllu fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta var það sama uppi á teningnum. Fyrst náði Stjarnan að auka forystu sína en það var síðan Grindavík sem endaði leikhlutann mikið betur og náði fjögurra stiga forystu fyrir hálfleikinn, staðan 40-44. Í þriðja og fjórða leikhluta var það meira og minna Stjarnan sem var yfir en Grindavík var þó aldrei lang undan og var það að stórum hluta vegna þess að Eve Braslis átti hreint út sagt magnaðan leik og skoraði hvert stigið á fætur öðru eins og að drekka vatn. En þrátt fyrir stórleik Eve náði Grindavík ekki að jafna Stjörnuna að stigum aftur í leiknum og voru lokatölur í Umhyggjuhöllinni því 89-80. Eve Braslis var klárlega best á vellinum en hún skoraði 35 stig en Danielle átti einnig frábæran leik í liði Grindavíkur en hún skoraði 25 stig. Katarzyna fór fyrir liði Stjörnunnar allan leikinn en hún var með 25 stig en Kolbrún María var með 21 stig og spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum. Afhverju vann Stjarnan? Baráttan í liði Stjörnunar var hreint út sagt mögnuð og svo gaman að fylgjast með þessum ungu stelpum sem voru að gefa sig allar í þetta. Þær börðust með kjafti og klóm og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Eve Braslis var klárlega best á vellinum en Katarzyna var best í liði Stjörnunnar heilt yfir. Hvað fór illa? Þó svo að Grindavík hafi tapað leiknum þá þýðir það ekki að stelpurnar í þeirra liði hafi ekki einnig barist. Bæði lið börðust eins og grenjandi ljón en Stjarnan var aðeins yfir í baráttunni. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er á þriðjudaginn eftir viku en þá mætir liðið Þór Akureyri á meðan Grindavík fer í heimsókn til Fjölnis sama kvöld. Þorleifur Ólafsson: Ekki alveg klár á því hvað varð okkur að falli Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm „Svolítið erfitt að koma því í orð hvað ég er ósáttur við, það er margt sem ég er ósáttur við í þessum leik,“ byrjaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að segja eftir leik. „Við vorum til dæmis að klikka mikið á opnum skotum og vorum ekki að láta boltann ganga nógu vel. En svona á heildina er litið er ég ekki alveg klár á því hvað var nákvæmlega það sem varð okkur að falli í dag,“ hélt Þorleifur áfram að segja. Þorleifur vildi meina að liðið hans hafi ef til vill verið aðeins undir í baráttunni í leiknum en það var barist með kjafti og klóm allan leikinn. „Kannski að einhverju leyti vorum við undir í baráttunni. En við auðvitað missum Heklu frá okkur og vonandi er það ekki alvarlegt, en það hafði mjög mikil áhrif á okkar leik. “ Þorleifur var síðan ekki sáttur með dómgæsluna en hann vildi ekki fara nánar út í það. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það en ég var alls ekki ánægður með dómgæsluna,“ endaði Þorleifur á að segja eftir leik. Arnar Guðjónsson: Þær vilja keppa og þær vilja vinna Arnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst fannst mér þetta vera góður körfuboltaleikur gegn mjög góðu liði og þess vegna er ég mjög ánægður að hafa náð í sigur,“ byrjaði Arnar Guðjónsson, annar af þjálfurunum Stjörnunnar, að segja eftir leik. „En ég vil líka byrja á því að segja að ég óska henni Heklu góðs bata, ég vona að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá henni,“sagði Arnar en Hekla Nökkvadóttir þurfti að fara meidd af velli snemma leiks. „Jú mér fannst við kannski vera yfir í baráttunni allan leikinn. Þetta var bara alvöru slagur allan leikinn og það eru stelpur hérna í báðum liðum sem er ótrúlega gaman að horfa á. Þær eru með smá svona sigurvegara hugarfar, þær berjast, ýta frá sér og það er kjaftur á þeim og ekki bara í okkar liði heldur í báðum liðunum,“ hélt Arnar áfram að segja. „Þetta eru stelpur sem eru mættar til að keppa, þær eru ekkert að pæla í neinu öðru, þær vilja bara keppa og þær vilja vinna og það er það er alltaf gaman að horfa á það.“ Subway-deild kvenna Stjarnan UMF Grindavík
Nýliðar Stjörnunnar hafa verið á miklu skriði í Subway-deild kvenna í körfubolta og liðið vann sinn fimmta sigur í röð, og þann sjötta í seinustu sjö leikjum, er liðið tók á móti Grindavík, 89-80. Fyrir leikinn var Stjarnan í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig á meðan Grindavík var í þriðja sætinu með tólf stig. Leikurinn var virkilega jafn frá upphafi til enda og var fyrsti leikhluti virkilega sveiflukenndur. Fyrst var það Grindavík sem komst í 0-4 forystu áður en Stjarnan tók við sér og komst í 7-4. Mínúturnar eftir það voru mjög svipaðar en leikhlutinn endaði með því að Stjarnan var með tveggja stiga forustu, 25-23. Katarzyna og Denia að spila vel fyrir Stjörnuna á meðan þær Eve og Danielle voru allt í öllu fyrir Grindavík. Í öðrum leikhluta var það sama uppi á teningnum. Fyrst náði Stjarnan að auka forystu sína en það var síðan Grindavík sem endaði leikhlutann mikið betur og náði fjögurra stiga forystu fyrir hálfleikinn, staðan 40-44. Í þriðja og fjórða leikhluta var það meira og minna Stjarnan sem var yfir en Grindavík var þó aldrei lang undan og var það að stórum hluta vegna þess að Eve Braslis átti hreint út sagt magnaðan leik og skoraði hvert stigið á fætur öðru eins og að drekka vatn. En þrátt fyrir stórleik Eve náði Grindavík ekki að jafna Stjörnuna að stigum aftur í leiknum og voru lokatölur í Umhyggjuhöllinni því 89-80. Eve Braslis var klárlega best á vellinum en hún skoraði 35 stig en Danielle átti einnig frábæran leik í liði Grindavíkur en hún skoraði 25 stig. Katarzyna fór fyrir liði Stjörnunnar allan leikinn en hún var með 25 stig en Kolbrún María var með 21 stig og spilað sérstaklega vel í seinni hálfleiknum. Afhverju vann Stjarnan? Baráttan í liði Stjörnunar var hreint út sagt mögnuð og svo gaman að fylgjast með þessum ungu stelpum sem voru að gefa sig allar í þetta. Þær börðust með kjafti og klóm og uppskáru eftir því. Hverjar stóðu upp úr? Eve Braslis var klárlega best á vellinum en Katarzyna var best í liði Stjörnunnar heilt yfir. Hvað fór illa? Þó svo að Grindavík hafi tapað leiknum þá þýðir það ekki að stelpurnar í þeirra liði hafi ekki einnig barist. Bæði lið börðust eins og grenjandi ljón en Stjarnan var aðeins yfir í baráttunni. Hvað gerist næst? Næsti leikur Stjörnunnar er á þriðjudaginn eftir viku en þá mætir liðið Þór Akureyri á meðan Grindavík fer í heimsókn til Fjölnis sama kvöld. Þorleifur Ólafsson: Ekki alveg klár á því hvað varð okkur að falli Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm „Svolítið erfitt að koma því í orð hvað ég er ósáttur við, það er margt sem ég er ósáttur við í þessum leik,“ byrjaði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, að segja eftir leik. „Við vorum til dæmis að klikka mikið á opnum skotum og vorum ekki að láta boltann ganga nógu vel. En svona á heildina er litið er ég ekki alveg klár á því hvað var nákvæmlega það sem varð okkur að falli í dag,“ hélt Þorleifur áfram að segja. Þorleifur vildi meina að liðið hans hafi ef til vill verið aðeins undir í baráttunni í leiknum en það var barist með kjafti og klóm allan leikinn. „Kannski að einhverju leyti vorum við undir í baráttunni. En við auðvitað missum Heklu frá okkur og vonandi er það ekki alvarlegt, en það hafði mjög mikil áhrif á okkar leik. “ Þorleifur var síðan ekki sáttur með dómgæsluna en hann vildi ekki fara nánar út í það. „Ég ætla ekkert að fara djúpt í það en ég var alls ekki ánægður með dómgæsluna,“ endaði Þorleifur á að segja eftir leik. Arnar Guðjónsson: Þær vilja keppa og þær vilja vinna Arnar á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Vilhelm „Fyrst og fremst fannst mér þetta vera góður körfuboltaleikur gegn mjög góðu liði og þess vegna er ég mjög ánægður að hafa náð í sigur,“ byrjaði Arnar Guðjónsson, annar af þjálfurunum Stjörnunnar, að segja eftir leik. „En ég vil líka byrja á því að segja að ég óska henni Heklu góðs bata, ég vona að þetta hafi ekki verið alvarlegt hjá henni,“sagði Arnar en Hekla Nökkvadóttir þurfti að fara meidd af velli snemma leiks. „Jú mér fannst við kannski vera yfir í baráttunni allan leikinn. Þetta var bara alvöru slagur allan leikinn og það eru stelpur hérna í báðum liðum sem er ótrúlega gaman að horfa á. Þær eru með smá svona sigurvegara hugarfar, þær berjast, ýta frá sér og það er kjaftur á þeim og ekki bara í okkar liði heldur í báðum liðunum,“ hélt Arnar áfram að segja. „Þetta eru stelpur sem eru mættar til að keppa, þær eru ekkert að pæla í neinu öðru, þær vilja bara keppa og þær vilja vinna og það er það er alltaf gaman að horfa á það.“
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti