Hætti mínútum eftir að hafa komið Tékkum á EM og Íslandi í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 07:30 Jaroslav Silhavy kom Tékkum á EM en mun samt ekki stýra liðinu þar. Getty/Mateusz Slodkowski Tékkar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöldi og það ætti að vera rík ástæða þar á bæ til að fagna þessum góða árangri. Þjálfari tékkneska liðsins ákvað hins vegar að hætta með liðið strax eftir leik. Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira