Hætti mínútum eftir að hafa komið Tékkum á EM og Íslandi í umspilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2023 07:30 Jaroslav Silhavy kom Tékkum á EM en mun samt ekki stýra liðinu þar. Getty/Mateusz Slodkowski Tékkar tryggðu sér sæti á Evrópumótinu í fótbolta í gærkvöldi og það ætti að vera rík ástæða þar á bæ til að fagna þessum góða árangri. Þjálfari tékkneska liðsins ákvað hins vegar að hætta með liðið strax eftir leik. Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023 EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Íslendingar fögnuðu líka 3-0 sigri Tékka á Moldóvu í gær því eftir hann varð ljóst að íslensku strákarnir verða með í umspilinu í mars og eiga því enn möguleika á því að komast á Evrópumótið. Jaroslav Silhavy mun hins vegar ekki stýra tékkneska landsliðinu á EM í Þýskalandi næsta sumar. Jaroslav Silhavy has stepped down as Czech Republic manager after securing qualification for Euro 2024.What a turn of events!#BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) November 20, 2023 Aðeins nokkrum mínútum eftir sigurinn í gærkvöldi þá tilkynnti hann það að hann væri hættur þjálfun liðsins eftir fimm ár í starfi. Flestir hefðu hætt eftir Evrópumótið þegar þeir væru á annað borð búnir að koma liði sínu þangað en svo er ekki hjá Silhavy. Hinn 62 ára gamli Silhavy tók við liðinu í september 2018 og undir hans stjórn fór tékkneska liðið alla leið í átta liða úrslitin á síðasta Evrópumóti. „Þótt að ég sé auðvitað ánægður núna þá höfðum við tekið þá ákvörðun fyrir leikinn að ég myndi hætta,“ sagði Silhavy eftir leik. „Ég lét Petr Fouska forseta (tékkneska sambandsins) vita. Pressan var gríðarleg og stundum skildi ég hana ekki. Það hafði áhrif á mína ákvörðun,“ sagði Silhavy. Undir stjórn Silhavy þá unnu Tékkar 26 af 56 leikjum en 20 leikir töpuðust. „Þetta snýst ekki bara um mig. Ég er samt sannfærður um að við höfum klárað okkar vinnu og ég skil eftir mig góð úrslit,“ sagði Silhavy. Sólarhring fyrir leikinn mikilvæga á mánudagskvöldið þá rak Silvhavy þrjá leikmenn úr tékkneska hópnum fyrir agabrot en einn af þeim var Vladimir Coufal hjá West Ham. Félagarnir þrír skelltu sér á næturklúbb í miðju landsliðsverkefni. Czech Republic manager Jaroslav Silhavy sensationally announced his resignation just minutes after qualifying for Euro 2024 His decision comes after three players were sent home over the weekend, having been spotted in a nightclub Full story https://t.co/QkIg5Jigzo pic.twitter.com/UqPSeVO81a— Mirror Football (@MirrorFootball) November 21, 2023
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira