„Nei eða Já“ virkar þannig að þáttastjórnandi, Hörður Unnsteinsson, setur fram fullyrðingu sem sérfræðingar þáttarins, Jóhann Fjalar og Tómas Steindórsson, þurfa að svara játandi eða neitandi ásamt því að rökstyðja svör sín.
Los Angeles Clippers nær ekki inn í umspilið
Sérfræðingarnir voru sammála um að Clippers kæmist í umspilið en hvorugur virtist á þeirri skoðun að Clippers myndi enda í efstu sex sætunum.
Charlotte Hornets verða lélegir að eilífu
„Það segir svolítið mikið að ég held að Kemba Walker sé besti leikmaðurinn,“ sagði Tómas eftir að hafa rætt sögu Hornets, áður Bobcats, í dágóða stund.
„Bæði er þetta langminnsta NBA-borgin og fylkið North Carolina í heild er háskólabær. Háskólakörfuboltinn er mun vinsælli en NBA. Svo erum við með Carolina Panthers sem eru mjög lélegir í annarri íþrótt.“
„Held að þeir verði að eilífu lélegir og þetta lið hætti síðan í NBA. Svarið er já, þeir verða lélegir að eilífu,“ sagði Tómas.
Jóhann Fjalar var ekki jafn æstur í að spá Hornets lélegu gengi að eilífu; „það er dálítið hart orð.“
Aðrar fullyrðingar að þessu sinni voru „Tyrese Maxey verður í ALL NBA-liði“ og „Shai Gilgeous-Alexander er topp 5 leikmaður í deildinni í dag.“