Kennie skrifaði undir eins árs samning við Fram sem endaði í 10. sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili.
Hinn 33 ára Kennie hefur leikið hér á landi frá 2012, ef frá er talið tímabilið 2014, fyrst með Stjörnunni, svo Fjölni og loks KR. Hann varð Íslandsmeistari með KR 2019 og var fyrirliði liðsins á síðasta tímabili.
Kennie hefur spilað 216 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 36 mörk. Alls hefur hann leikið 296 keppnisleiki fyrir lið hér á landi.
Í síðasta mánuði var Rúnar ráðinn þjálfari Fram til næstu þriggja ára.