Innlent

Fjöl­mennt í sam­stöðu­göngu með Palestínu: „Við­skipta­bann strax“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Gengið var niður Laugarveginn að Austurvelli þar sem ræðuhöld fóru fram. 
Gengið var niður Laugarveginn að Austurvelli þar sem ræðuhöld fóru fram.  Vísir

Fjölmennur hópur gekk frá Utanríkisráðuneytinu niður á Austurvöll í samstöðu með Palestínu seinni partinn í dag. Félagið Ísland-Palestína, sem stendur fyrir fundinum, hefur staðið fyrir samstöðuviðburðum með Palestínu allar helgar frá upphafi stríðsins 7. október. 

„Þjóðarmorð Ísraels hers á Gaza hafa nú staðið yfir í 5 vikur. Meira en 11.000 saklausra borgara og barna hafa verið drepnir í sprengjuregninu. Enginn matur, ekkert vatn og ekkert rafmagn er til staðar fyrir 2.2 milljónir íbúa á Gaza. Alþingi Íslands samþykkti einróma ályktun um vopnahlé, en orð án aðgerða eru merkingarlaus. Við krefjumst þess að Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og beiti sér fyrir viðskiptaþvingunum gegn Ísrael,“ segir á Facebook-viðburði fundarins. 

„Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael. Viðskiptabann strax. Sniðgöngum Ísrael.“Vísir

Sema Erla Serdaroglu baráttukona, Atli Thor Fanndal framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International og Anees Mansour baráttumaður fóru með ræður. 

Nærri fimm hundruð manns merktu við „going“ á Facebook-viðburðinn of fimmtán hundruð sýndu honum áhuga.

„Stöðvið stríðsglæpina.“Vísir

Tengdar fréttir

Lögðust niður í Kringlunni og kröfðust aðgerða

Um 70 manns komu saman í Kringlunni síðdegis í dag og lögðust hreyfingarlaus á gólfið í Kringlunni. Fólkið krafðist þess að alþjóðasamfélagið beitti sér fyrir tafarlausu vopnahléi. 

Saga Garðars sakar ráðherra um heigulshátt

Hópur fólks mætti ráðherrum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur við Ráðherrabústaðinn í morgun með hrópum og köllum. Hópurinn krefst þess að ríkisstjórnin fordæmi þjóðarmorð Ísraela og krefjist vopnahlés strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×