Verða Chelsea og Manchester City dæmd niður um deild? Smári Jökull Jónsson skrifar 18. nóvember 2023 12:30 Mauricio Pochettino og Pep Guardiola eru knattspyrnustjórar Chelsea og Manchester City. Vísir/Getty Í gær bárust fréttir af því að tíu stig hefðu verið tekin af Everton vegna brota félagsins á fjárhagsreglum ensku úrvalsdeildarinnar. Fréttirnar valda forráðamönnum Chelsea og Manchester City vafalaust áhyggjum. Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað. Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Everton var í gær dæmt fyrir brot á reglum ensku úrvalsdeildarinnar er varða hagnað og sjálfbærni í rekstri. Tíu stig hafa verið dregin af félaginu vegna brotsins en Everton tapaði 124,5 milljónum punda á þriggja ára tímabili. Félög mega ekki tapa meira en 105 milljónum punda. Félagið ætlar sér að áfrýja dómnum og birti yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist í áfalli yfir niðurstöðunni. En forráðamenn Everton eru líklegast ekki þeir einu sem hafa áhyggjur af stöðunni. Enskir miðlar hafa í kjölfar dómsins í máli Everton skrifað um málefni Manchester City og Chelsea. Rannsóknir standa yfir í málum tengdum þeim félögum þar sem þau eru sökuð um brot sem flestir telja alvarlegri en það brot sem Everton var dæmt fyrir. Íþróttalögfræðingurinn Catherine Forshaw segir í samtali við Guardian að lögfræðingar bæði City og Chelsea hljóti að vera stressaðir eftir úrskurðinn í máli Everton. „Fordæmið er til staðar núna. Ef við berum þessi félög saman við Everton þá er líklegt að Everton sé neðar á refsingaskalanum ef horft er til alvarleika brotanna. Ég held að fall um deild sé engan veginn úr myndinni.“ Brot í 115 liðum Rannsókn á máli City hefur staðið yfir í töluverðan tíma. Félagið er sakað um að víðtæk brot í alls 115 liðum. Ásakanirnar fela meðal annars í sér að félagið hafi ekki gefið upp rétta mynd af fjármálum félagsins og hafi gefið upp lægri greiðslur til leikmanna og knattspyrnustjóra en í raun voru greiddar. Þá hefur félagið ekki aðstoðað forráðamenn úrvalsdeildarinnar við rannsókn málsins. Chelsea er ekki í minni vandræðum. Skjöl sem komið hafa í ljós í gagnaleka benda til þess að í eigendatíð Roman Abramovich hafi Chelsea brotið fjárhagsreglur UEFA. Skjölin sýna mögulegar, ólöglegar greiðslur upp á fleiri milljarða króna í eigendatíð Rússans. Greiðslurnar eru meðal annars til samstarfsmanns Antonio Conte, umboðsmanns Eden Hazard og aðra yfirmanna Chelsea. Þær tengjast líka kaupunum á Willian og Samuel Eto´o en frá því hafði verið greint í síðasta mánuði. Segir að dómsorð í máli Everton gætu einnig átt við í öðrum málum Nii Anteson sem einnig hefur reynslu af lögfræðistörfum í heimi íþróttanna segir að dómsorð í máli Everton geti einnig átt við í málum hinna félaganna. „Það er ekki bara að rannsóknanefndin hafi gert Everton það skýrt að skyldan að koma fram í góðri trú sé rík og að upplýsingar sem félagið hafi gefið hafi verið málefnalegar rangar.“ Anteson segir að í rökstuðningi Everton fyrir dómi hafi félagið haldið því fram að „líkt og það sé hlutverk bókara að minnka skattgreiðslur umbjóðanda eins og hægt er þá sé það einnig hans hlutverk að túlka skattareglur umbjóðanda sínum í hag.“ Anteson segir að rannsóknanefndin sé ósammála þessu viðhorfi og það geti haft áhrif í öðrum málum. „Nefndin segir að skylda félaganna að koma fram í góðri trú sé það rík að hún trompi þessi rök sem Everton kom fram með.“ Forráðamenn Manchester City hafa ítrekað neitað að hafa brotið reglur enska knattspyrnusambandsins og segja gögn málsins sanna þeirra málstað.
Fjármál Manchester City til rannsóknar Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira