Sonur Tigers afrekaði nokkuð sem faðir hann náði ekki Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. nóvember 2023 16:30 Charlie Woods þykir efnilegur kylfingur. getty/David Cannon Sonur Tigers Woods virðist hafa erft golfhæfileikana frá föður sínum og er byrjaður að láta að sér kveða á þeim vettvangi. Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam. Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Hinn fjórtán ára Charlie Woods hjálpaði nefnilega liði menntaskólans síns að vinna liðamót í Flórída. Hann var með fjórða besta árangurinn í sínu liði en hann lék á 78 og 76 höggum. Tiger fylgdist með syni sínum og félögum hans vinna mótið. Hann var þó ekki kylfuberi fyrir hann eins og hann var á unglingamóti í síðustu viku. Tiger vann aldrei liðamót í menntaskóla því ekki voru haldin slík mót í Kaliforníu á þeim tíma. Ekki liggur hvenær hinn 47 ára Tiger snýr aftur á golfvöllinn en hann er enn að jafna sig eftir aðgerð á ökkla. Tiger stefnir á að keppa í nýrri liðadeild sem þeir Rory McIlroy stofnuðu. Hún nefnist TGL og er rekin af TMRW Sports sem er tæknifyrirtæki í eigu Tiger Woods og Rory McIlroy sem var sett á laggirnar í ágúst 2022. Sex lið verða í deildinni með fjóra kylfinga hvert. Þau mætast einu sinni hvert í deildarkeppni. Charlie Woods fæddist 8. febrúar 2009. Hann er annað barn Tigers og Elinar Nordegren, fyrrverandi eiginkonu hans. Þau eiga einnig dótturina Sam.
Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fleiri fréttir Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira