Moneyball-liðið flytur til Las Vegas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2023 16:01 Lawrence Butler og félagar í Oakland Athletics eru að flytja til Las Vegas. Getty/Ronald Martinez Oakland Athletics hefur fengið leyfi frá eigendum bandarísku hafnaboltadeildarinnar að flytja liðið sitt á milli borga. Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða. Hafnabolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Oakland Athletics er að flytja til Las Vegas og mun væntanlega heita hér eftir Las Vegas Athletics. „Þessi dagur er ótrúlega erfiður fyrir stuðningsfólk Oakland A's en þetta er frábær dagur fyrir Las Vegas,“ sagði John Fisher, eigandi félagsins. Þetta verður aðeins í annað skiptið á síðustu fimmtíu árum sem MLB-lið flytur. Það þurfti þrjá fjórðu atkvæða frá eigendum félaga í deildinni til að fá vistaskiptin samþykkt. Breaking: Major League Baseball owners voted Thursday to allow the Oakland Athletics to move to Las Vegas, paving the way for baseball's second relocation in the past half-century, sources told ESPN.More: https://t.co/UYqiVp1luI pic.twitter.com/Ytdax47EqY— ESPN (@espn) November 16, 2023 Oakland Athletics var búið að berjast fyrir því í tvo áratugi að fá nýjan leikvang en án árangurs. Liðið spilar í Oakland Coliseum sem er minnsti leikvangur deildarinnar og orðinn mjög gamall. Oakland borg missir því enn eitt félagið því áður hafði borgin missti NFL-lið Raiders og NBA-lið Golden State Warriors. Raiders endaði í Las Vegas, eins og Athletics, en Golden State flutti sig yfir til San Francisco. Oakland Athletics er kannski þekktast á Íslandi fyrir að vera félagið sem myndin Moneyball er byggð á. Sú kvikmynd fjallar um það þegar Oakland Athletics vann bandaríska meistaratitilinn árið 2002 eftir að hafa sett saman lið með vanmetnum leikmönnum sem tölfræði og leikgreining sýndu að voru miklu meira virði. Moneyball-kenningin skilaði titli og hefur aukið mikið áhrif tölfræði og leikgreiningar í uppsetningu bandarískra íþróttaliða.
Hafnabolti Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira