Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 09:03 Kortið sýnir landfræðilega afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi. Breiða rauða línan afmarkar upptök miðlungsstórra hrauna (0,3 km3) og mjóa rauða línan upptök lítilla hrauna (0,02 km3). Ef lítið eða meðalstórt hraungos hefst á gossprungu sem er fyrir utan rauðu línurnar tvær benda hermanir úr hraunflæðilíkönum til þess að hraun mundi ekki renna inn í Grindavík né Þórkötlustaðahverfi. „Ef gýs nærri Þorbirni getur það vissulega gerst að hraun rynni inn í Grindavík. Það fer þó eftir hvar gossprunga er staðsett hversu útsettur bærinn er fyrir hraunrennsli.“ Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Þetta segir í nýju svari Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðfræði við Háskóla Íslands, við spurningunni „Ef gos hefst nærri Þorbirni gæti hraun þá runnið inn í Grindavík?“ á Vísindavef HÍ. Þar segir að ítarlegar upplýsingar um möguleikana megi finna í nýlegri skýrslu Veðurstofu Íslands. Þar var hætta á Reykjanesskaganum vestan Kleifarvatns metin með tilliti til hrauna-, gasmengunar- og gjóskufallsvá. „Á blaðsíðu 15 í skýrslunni er birt kort þar sem landfræðileg afmörkun gossprungna sem gætu veitt hrauni inn í Grindavík og Þórkötlustaðahverfi er sýnd. Þar er átt við hraunflæði meðalstórra (0,3 km3) eða lítilla (0,02 km3) hraungosa en til samanburðar má geta þess að rúmmál gossins í Fagradalsfjalli 2021 var 0,15 km3 (sjá nánar í svari við spurningunni Hversu stórt var gosið í Geldingadölum?),“ segir Magnús Tumi. Í stuttu máli megi draga möguleikana saman á eftirfarandi hátt: „Ef gýs norðan eða nokkuð vestan Þorbjarnar, færi hraun einkum til suðurs og suðvesturs og gæti náð að sjó vestan Grindavíkur. Grindavík sjálf væri ekki í beinni hættu. Ef gos kæmi upp á eða nærri Sundhnúkasprungunni, þar sem síðast gaus fyrir um 2000 árum, myndi gos á norðurhluta valda hraunrennsli til vesturs í átt að Svartsengi og Bláa lóninu auk þess að leita til austurs. Hraun sem kæmi upp milli Sundhnúks og Hagafells gæti sent hraun til vesturs í átt að Svartsengi, til austurs og suðausturs og þar með í átt að Grindavík, og það sama gerðist ef hraun færi til suðurs meðfram Grindavíkurvegi. Gos sunnan þess svæðis, myndi senda hraun í átt að Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira