Hvetur þá sem þegar hafa farið inn í Grindavík að hleypa öðrum að Lillý Valgerður Pétursdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 16. nóvember 2023 00:05 Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna. Vísir/Vilhelm Rafmagn fór af hluta Grindavíkur seinni partinn í dag. Yfirlögreglustjóri Almannavarna segir viðgerðarfólk á vegum HS veitna muni fara inn í Grindavík á morgun ef hættumat leyfir. Þá biðlar hann til íbúa Grindavíkur sem þegar hafa fengið að fara heim að hleypa hinum á undan sér. „HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira
„HS veitur eru að skoða þetta en það verðu rekki hægt að fara í einhverjar viðgerðir fyrr en það er orðið bjart á morgun. Við vinnum ekkert á þessu svæði á nóttunni eða í myrkrinu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögreglustjóri Almannavarna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir rafmagnsleysið vera í austasta hluta bæjarins, austan megin við misgengið. „Líklegast er náttúrlega að eitthvað hafi farið í sundur en við vitum það ekki og HS veitur og viðgerðarfólk á þeirra vegum fer á stað í fyrramálið ef hættumatið hefur ekki breyst.“ Voru íbúar á svæðinu ennþá að sækja dót þegar þetta gerðist? „Það var eitthvað orðið lítið af því. Það átti að hætta því fyrir myrkur og þetta gerist ekkert löngu fyrir myrkur þannig að það hafa ekki verið margir eftir þarna inni,“ segir Víðir. Aðspurður út í gagnrýni sem lögregla hefur fengið vegna fyrirkomulags segir hann gagnrýnina líklega réttmæta. „Það kom ítrekað fram í dag, við báðum fólk sem hafði verið búið að fara að fara ekki aftur svo við gætum komið öllum að sem áttu eftir að fara. Það tókst ekki alveg nógu vel í dag og við höldum áfram á morgun.“ Varnargarðar mikilvægir heita vatnsins vegna Víðir segir að vegna hættu megi örfáir fara inn á svæðið í einu. Tryggja þurfi að rýming yrði snögg ef til hennar kæmi. „Þannig að það verður haldið áfram á morgun og vonandi tekst þá að allir geti kíkt heim sem ekki hafa getað það hingað til,“ segir Víðir. „Og aftur hvetjum við þá sem eru búnir að fara að leyfa hinum að hafa forgang,“ bætir hann við. Víðir segir hafa verið sérstakt að koma inn í Grindavík í dag. „Það hafa verið gríðarleg umbrot og það er mikið tjón og mikil vinna fram undan að laga tjón og koma bænum aftur í samt lag.“ Hann segir Almannavarnir hafa lagt áherslu á byggingu varnargarða. „Í fyrsta falli til þess að verja orkuverið í Svartsengi þannig að hitaveituframleiðslan geti haldið áfram. Það er ýmislegt hægt að gera varðandi kalda vatnið og rafmagnið en heita vatnið er veikasti punkturinn og það er áhersluatriði varðandi varnargarðana,“ segir Víðir að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Nokkuð um hávaðaútköll Innlent Fleiri fréttir Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Sjá meira