Gamla fjárréttin í Ólafsvík hefur verið endurhlaðin Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2023 21:03 Guðrún Tryggvadóttir í gömlu réttinni í Ólafsvík, sem er nú búið að endurhlaða undir hennar röggsömu stjórn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðrún Tryggvadóttir í Ólafsvík lætur ekki deigan síga þegar kemur að endurhleðslu fjárréttanna á staðnum því hún hefur stýrt þar átaksverkefni við að gera réttina upp með því að endurhlaða hana úr grjóti. Guðrún hvetur bæjarbúa að taka að sér einn og einn dilk í réttinni til að sjá um þannig að sómi verði af. Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík. Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Það er Guðrún, sem á heiðurinn af verkinu, sem var átaksverkefni í að endurreisa Ólafsvíkurrétt. Hún hefur reyndar haft góðan hóp fólks með sér en Ari Jóhannesson hleðslumaður frá Hafnarfirði hefur séð um hleðsluna og verið með hleðslumenn sér til aðstoðar. Guðrún var líka lengi í stjórn Skógræktarfélagsins í Ólafsvík, sem byrjaði að planta í Krókabrekku þar sem réttin stendur í kringum 1970. „Við vorum bara að byggja upp fornarétt, sem var hérna fyrir, sem að var lögð af um 1960. Ástandið á henni var bara orðið þannig að hún var orðin uppgróin og þetta virtist vera grjóthrúga og svolítið mikið fyrir okkur,” segir Guðrún. Guðrún tók þá til sinna mála, sótt um allskonar leyfi fyrir endurbyggingu réttanna og þau fengust öll og þá var hafist handa. 21 dilkur er í réttinni. „Ég hef verið að rembast eins og rjúpa við staurinn að fá fjármagn í þetta. Ég hefði aldrei farið út í þetta ef ég hefði vitað hvaða tíma þetta tók og hvað þetta hefði kostað,” segir Guðrún hlæjandi. Mikill sómi er af „nýju“ réttunum, sem heimamenn eru mjög stoltir af.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eitthvað vitað hvað margir steinar hafa farið í þetta? „Nei, það er bara gestaþrautin. Þetta er frá náttúrunnar hendi, það þarf lítið að gera þar, þannig að við urðum að punta upp á það með þessu,” segir Guðrún og bætir strax við. „Nú vil ég bara að þetta verði notað, þetta er til dæmis upplagt að grilla hér, engin eldhætta og annað því um líkt af þessu og hægt að gera hér, sem að fólki hugnast. Það er reyndar frá gamalli tíð þá héldu ungu strákarnir hérna tónleika í gamla daga. Ég ætla líka að vona að bæjarbúar bjóðist til að taka að sér einn og einn dilk og halda honum við þannig að þetta verði til sóma í framtíðinni,” segir Guðrún Tryggvadóttir, dugnaðarforkur í Ólafsvík.
Snæfellsbær Réttir Landbúnaður Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira