Leikurinn í dag var fyrsti leikur beggja liða í undankeppninni en auk þess eru Frakkar og Eistar í sama riðli. Leikið er í Orleans í Frakklandi.
Danir komust yfir í leiknum í dag með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu leiksins. Dagur Örn Fjeldsted jafnaði fyrir Ísland skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks en hann er leikmaður Breiðabliks og var á láni hjá Grindavík hluta síðasta sumars.
Byrjunarlið U19 karla gegn Danmörku!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) November 15, 2023
Bein textalýsing á vef UEFA.
https://t.co/U9ndvm8DcC#fyririsland pic.twitter.com/O1fmKdukd2
Íslendingar komust nær því að skora fleiri mörk í leiknum en þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Benóný Breki Andrésson áttu báðir skot í markrammann í leiknum. Lokatölur 1-1 en Ísland mætir Frökkum á laugardag og síðan Eistum á þriðjudag í næstu viku.
Þjálfari Íslands er Ólafur Ingi Skúlason en hann kom íslenska U19-ára liðinu í úrslit Evrópumótsins síðastliðið sumar.
Fyrsta landsliðsmarkið. 1-1 jafntefli gegn Dönum. pic.twitter.com/ueFbhArp3T
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 15, 2023