Curry segir ekkert mál að skilja hvernig nýi deildarbikar NBA virkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2023 16:01 Steph Curry er leikmaður Golden State Warriors. Vísir/Getty Leikir NBA körfuboltaliðanna gilda tvöfalt á þriðjudögum og föstudögum í þessum nóvembermánuði. NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023 NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
NBA deildin í körfubolta bryddar upp á nýjung á þessu tímabili en þetta er fyrsta tímabilið með deildarbikarnum, aukakeppni innan tímabilsins sem endar með lokaúrslitum í Las Vegas. Keppnin heitir „NBA In-Season Tournament“ á ensku. Liðunum í deildinni er skipt niður í sex riðla, þrjá í hvorri deild, þar sem allir mætast einu sinni. Liðin spila tvo heimaleiki og tvo útileiki. Efsta lið hvers riðils kemst síðan áfram í átta liða úrslitin ásamt tveimur liðum sem eru með besta árangurinn í öðru sæti. Austurdeildin mun skila fjórum liðum áfram, sigurvegurum riðlanna þriggja sem og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Vesturdeildin mun sömuleiðis skila áfram fjórum liðum, sigurvegaranum í hverjum riðli og einu liði með besta árangurinn í öðru sæti. Síðan taka við átta liða úrslit þar sem sigurvegarinn tryggir sér sæti á úrslitahelginni sem fer fram í Las Vegas. Þar er áfram skipt eftir deildum. Það verða því tvö lið úr Austrinu og tvö lið úr Vestrinu sem komast í úrslitin. Allir leikir í riðlakeppninni fara fram á þriðjudögum og föstudögum frá 3. til 28. nóvember. Þessir leikir gilda í raun tvöfalt, því þeir telja bæði í riðlakeppni deildarbikarsins en eins í heildarárangri liðsins á tímabilinu. Leikir í átta liða úrslitunum fara fram 4. og 5. desember og úrslitahelgin verður síðan 7. til 9. desember í spilavítaborginni miklu. Einhverjir hafa verið að kvarta yfir því að þetta sé svo flókið en Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, segir þetta sé allt mjög einfalt ef fólk gefi sér bara smá tíma til að kynna sér málið betur. Hér fyrir neðan má sjá Curry fara yfir það hvernig deildarbikar NBA virkar á einfaldan Curry-hátt. Þetta er nefnilega ekkert mál að skilja. Pretty simple Steph with the NBA In-Season Tournament explainer Group Play continues Tuesday 11/14 on TNT and the NBA App. pic.twitter.com/vATggQMW4M— NBA (@NBA) November 13, 2023
NBA Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira