Blöskrar skipulagsleysi: „Þetta mun aldrei verða samt aftur“ Oddur Ævar Gunnarsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 15. nóvember 2023 11:36 Jón Pálmar og Helga voru í bílaröðinni við Grindavík í annað sinn í dag. Vísir Jón Pálmar Ragnarsson og Helga Rut Hallgrímsdóttir, íbúar í Grindavík, hafa reynt fjórum sinnum að ná í nauðsynjar á heimili sitt í bænum án árangurs. Þau gefa skipulagi viðbragðsaðila falleinkunn. „Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Þetta er líklega í fjórða skiptið sem við reynum að komast hingað inn. Það er aldrei hægt. Skipulagið hérna virðist vera bara ekkert, aðgerðarstjórn lögreglunnar á Suðurnesjum í molum, mér sýnist það,“ segir Jón Pálmar í samtali við fréttastofu. Þau hjónin voru tekin tali í bílaröðinni fyrir utan bæinn í morgun. Gæti sagt svo margt „Fyrirtæki fá að fara hérna inn hægri vinstri. Jón og Margeir fá að fara hérna inn á fimmtán vörubílum klukkan níu á Suðurstrandarveg, við vorum þar, fram fyrir alla í röðinni. Þorbjörn og fleiri fiskfyrirtæki fá að ferja fisk eins og enginn sé morgundagurinn en íbúum er ekki hleypt inn. Ég gæti sagt svo margt hérna, ég veit ekki hvort að það borgar sig, en mér er misboðið þetta fyrirkomulag.“ Þau Helga hafa fjórum sinnum fengið neitun við lokunarpósta inn í bæinn og tvisvar í dag. Segja þau það vera vegna þess að þau búi á hættusvæði. Þið hafið bara beðið? „Við höfum bara beðið, fylgt fyrirmælum og sagt hvar við búum. Það er líka eitt klúður þegar þeir hleyptu öllum þarna inn í fyrradag. Það var ekkert tekið niður hvar býrðu, hver ertu. Þú hefðir getað farið inn, verandi hvaða innbrotsþjófur sem er og tekið hvað sem er. Það hef ég virkilega mikið við að athuga. Svona fyrirkomulag bara gengur ekkert upp. Allavega fá Úlfar Lúðvíksson og Hjálmar Hallgrímsson engar einkunnir hér í dag frá mér. Þeir geta farið að gera eitthvað annað.“ Engar smákökur eða hrærivélar Þar vísar Jón Pálmar til þeirra Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjórans á Suðurnesjum og Hjálmars Hallgrímssonar, yfirlögregluþjóns. Þau hjónin hafa haldið til í Kópavogi undanfarna daga. Þau segjast ekki vera að reyna að ná í neinar smákökur og hrærivél í húsið sitt, heldur sínar helstu eigur, til að mynda vinnubíl. „Bara að koma þessu burt. Þá erum við sátt í bili,“ segir Jón. „Við erum bara að reyna að ná þessu út. Það fer mikill tími og peningur í að reyna þetta. Við erum allavega ekki að vinna neitt á meðan eða að sinna börnunum okkar.“ Hvernig blasir framtíðin við? „Ég veit það ekki. Það verður bara að ráðast. Tímabundin búseta annars staðar. En ég er farinn að líta þannig á að það sé best fyrir bæjarbúa að vera borgaðir út. Eða, hvort sem það er borgað út, eða að hraun bara flæði yfir Grindavík og það verði allir borgaðir út, út af því eða öðru. Það er margt þarna ónýtt. Þetta mun aldrei verða samt aftur þarna, nei.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira