Sex höggum frá Evrópumótaröðinni fyrir lokadaginn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. nóvember 2023 06:21 Haraldur Franklín Magnús þarf að sýna sínar bestu hliðar í dag. Octavio Passos/Getty Images Kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina, DP World Tour í karlaflokki síðastliðinn mánudag. Lokadagur úrtökumótsins fer fram í dag og á Haraldur enn möguleika þó vonin sé veik. Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma. Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Haraldur situr ásamt fjórum öðrum kylfingum í 66. sæti úrtökumótsins. Aðeins þeir sem enda í efstu 25 sætunum í úrtökumótinu vinna sér inn þáttökurétt á Evrópumótaröðinni, en séu fleiri en einn kylfingur jafnir í 25. sæti fá þeir allir sæti á mótaröðinni. Haraldur á því enn nokkuð langt í land til að vinna sér inn þátttökurétt á Evrópumótaröðinni. Hann lék hring gærdagsins á 71 höggi, eða á pari, og er því samtals á sex höggum undir pari fyrir sjötta og seinasta hringinn. Eins og staðan er þegar þetta er ritað eru sjö kylfingar jafnir í 24. sæti á tólf höggum undir pari og því þarf allt að ganga upp hjá Haraldi í dag ætli hann sér að vinna sér inn þátttökurétt. Haraldur hefur sýnt það í úrtökumótinu að hann getur unnið upp slíkt forskot, en hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum. Hann þarf þó að sýna sínar bestu hliðar í dag og vona að aðrir kylfingar eigi kannski ekki sinn besta dag á sama tíma.
Golf Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira