Ósáttur við skipulagið: Súrt að vera snúið við í heimreiðinni Oddur Ævar Gunnarsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. nóvember 2023 16:38 Feðginin voru svo gott sem komin heim að dyrum þegar þeim var snúið við vegna rýmingar. Vísir/Arnar Sigurður Kristinsson og Kristjana Bjarklind Sigurðardóttir voru mætt til Grindavíkur til að sækja verðmæti þegar rýming hófst. Þau voru mætt um eitt leytið í dag. Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Eins og fram hefur komið var bærinn rýmdur á þriðja tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það vegna þess að lögreglu barst boð þess efnis frá samhæfingarstöð almannavarna. Boðið var svo afturkallað en lögregla hafði þá þegar hafið rýmingu og var talið of seint að hætta við. Ekki sáttur við skipulagið Sigurður og Kristjana lögðu af stað frá Keflavík klukkan 9:30 í morgun. Þau biðu frá klukkan eitt við lokunarpóst og voru í fylgd með björgunarsveitum og og komið að þeim að sækja verðmæti sín þegar boð um rýmingu bárust. „Ég missti af þessu í gær og ég var að vonast í dag að ég kæmist en það fór eins og það fór. Skipulagið var alveg hræðilegt fannst mér, á því hvernig þetta var gert. Það var byrjað efst í bænum og rennt niður allar götur í stað in fyrir að byrja og taka hættulegustu svæðin og á sama stað, vera búin að skipuleggja. Nei nei, það gekk ekki.“ Snúið við fyrir framan húsið Sigurður býr á Vesturbraut í Grindavík. Það er neðst í bænum. Þau voru í fylgd með björgunarsveitum þegar boð um rýmingu bárust. Það stóð til að þú færir í húsið í dag en hvað gerðist? „Ja, það var bara rekið úr bænum rétt áður en við gátum farið inn. Það var meira að segja verið að keyra framhjá húsinu okkar og það var snúið við fyrir framan húsið. Þá fór sírenan í gang.“ Þið voruð komin að húsinu? „Já. Voða gaman.“ Hvernig líður þér með þetta? „Það er víst að sætta sig bara við þetta,“ segir Sigurður og Kristjana skýtur því inn að hann sé voða stóískur. „Ég er svo gamall greyið. Ég er að verða 84 ára.“ Langaði að ná í gítarinn og dót eiginkonu sinnar Sigurður segir að þegar hann hafi yfirgefið húsið sitt hafi allt verið hrunið í stofunni. Hann hafi þurft að týna upp glerbrot úr forstofunni til að finna skóna sína og komast út. Kristjana segir að pabbi sinn hafi gleymt úlpu á leið út. Var eitthvað virkilega nauðsynlegt sem þú þurftir að sækja heim? „Ah, mig langaði að taka meðöl sem ég átti eftir og föt á mig og þvíumlíkt,“ segir Sigurður. Kristjana segir pabba sinn líka hafa viljað ná í gítarinn sinn. „Og svo dót frá mömmu, sem er farin,“ segir Kristjana. Sigurður segir hana hafa dáið fyrir átta árum. „Og átti akkúrat afmæli í gær,“ segir Kristjana. „Það er svona.“ Lóðsuðu viðbragðsaðila í gegnum bæinn Það hefur verið súrt að þurfa að snúa frá í dag og komast ekki inn? „Það er það. Það er ekkert hægt að segja annað.“ Kristjana segir þau feðgin hafa lóðsað viðbragðsaðila í gegnum bæinn í dag. Bílstjórinn hafi ekki þekkt hverfið. „Við erum að fá björgunarsveitir alls staðar að og það er ótrúlega gott að þau geti hjálpað okkur og allt þetta, en eins og hann sagði, það hefði mátt vera örlítið meira skipulagt.“ „Ja, pínulítið meira en örlítið,“ skýtur pabbi hennar inn í. Ertu vongóður um að þú getir kannski komið á morgun? „Ég hef bara ekki grænan grun. Það kemur bara í ljós hvað þeim dettur í hug,“ segir Sigurður.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Fluttir á sjúkrahús eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira