Haukar reka stigahæsta leikmann deildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 15:32 Jalen Moore í sínum síðasta leik með Haukum sem var í tapi í tvíframlengdum leik á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Bandaríski bakvörðurinn Jalen Moore hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Hauka í Subway deild karla í körfubolta. Hann er stigahæsti leikmaður deildarinnar þegar hann er látinn taka pokann sinn. Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Haukarnir eru þar með þriðja liðið í deildinni til að gera breytingar á erlendum leikmönnum sínum í upphafi tímabils en áður höfðu Tindastóll og Breiðablik sent leikmenn heim. Subway Körfuboltakvöld Extra fékk fréttirnar af Jalen Moore staðfestar í dag en þessi óvænta ákvörðun Maté Dalmay og Haukanna verður einmitt tekin fyrir í þætti kvöldsins. „Það er búið að reka hann samkvæmt mínum heimildarmönnum sem ég tel nokkuð trausta. Ef maður rýnir í hráa tölfræði þá skýtur það skökku við að hann sé að fara. Einn stoðsendinga- og stigahæsti leikmaður deildarinnar. Aftur á móti þá hafa Haukarnir lítið verið að vinna,“ sagði Tómas Steindórsson. Jalen Moore skoraði 34 stig, tók 16 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í sínum síðasta leik með Hafnarfjarðarliðinu þar sem Haukarnir töpuðu á móti Val í tvíframlengdum leik. Í sex leikjum með liðinu var Moore með 27,3 stig, 9,1 frákast og 8,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekki slæmar tölur en liðinu hefur ekki gengið vel. Hann er samt stigahæsti leikmaðurinn í deildinni til þessa með tæpum þremur stigum meira að meðaltali en næsti maður. Moore er líka með flesta stolna bolta í leik (3,3) og er í þriðja sæti í stoðsendingum í leik. Tölfræðin úr leikjum Jalen Moore. Hann gaf fjórtán stoðsendingar í fyrsta leik, tólf stoðsendingar (og þrenna) í sigri á Hamar og hefur skorað 29 stig eða meira í þremur af sex leikjum sínum. Haukaliðið hefur aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð og er í tíunda sæti deildarinnar með tvo sigra og fjögur töp. Subway Körfuboltakvöld Extra er á dagskránni á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst þátturinn klukkan 20.00. Gestur kvöldsins hjá Stefán Árna Pálssyni og Tómasi Steindórssyni er Mikael Nikulásson. Það má sjá brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Subway Körfuboltakvöld Extra - Jalen Moore sendur heim
Subway-deild karla Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum