Íbúarnir sem komust ekki í gær fá fimm mínútur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 11:11 Þessar grindvísku konur ræddu við fréttamann á bílastæðinu við Fagradalsfjall í gær. Þær náðu að skjótast á heimili sitt og ná í örfá verðmæti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík sem ekki komust til síns heima í gær að sækja verðmæti fá til þess fimm mínútur í dag. Opið verður til Grindavíkur fyrir viðkomandi íbúa frá tólf á hádegi í fjórar klukkustundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira