Íbúarnir sem komust ekki í gær fá fimm mínútur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 11:11 Þessar grindvísku konur ræddu við fréttamann á bílastæðinu við Fagradalsfjall í gær. Þær náðu að skjótast á heimili sitt og ná í örfá verðmæti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík sem ekki komust til síns heima í gær að sækja verðmæti fá til þess fimm mínútur í dag. Opið verður til Grindavíkur fyrir viðkomandi íbúa frá tólf á hádegi í fjórar klukkustundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira