Húsið er staðsett í hjarta miðbæjarins með Hallgrímskirkju og Skólavörðustíg í bakgarðinum.
Eignin er 312 fermetrar að stærð á þremur hæðum með möguleika á þeirri fjórðu. Við húsið er tuttugu fermetra bílskúr auk 55,9 fermetra útihús sem mætti breyta í íbúðarhúsnæði.

Í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis kemur fram að húsið skiptist í þrjár stofur, eldhús, sjö svefnherbergi rúmgott þvottahús og stórt vinnuherbergi í kjallara.







