Haraldur Franklín á enn möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 08:25 Haraldur Franklín Magnús er í baráttunni um sæti á DP World atvinnumótaröðinni í golfi. Getty/Oliver Hardt Íslenski kylfingurinn Haraldur Franklín Magnús komst í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu fyrir DP World atvinnumótaröðina í karlaflokki. Hann á því enn möguleika á að komast inn á mótaröðina og bætast í hópi fárra íslenskra kylfinga sem hafa náð því. Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Haraldur hefur spilað fjóra fyrstu hringina á sex höggum undir pari en það skilar honum í 53. sætið. Haraldur byrjaði mótið frábærlega og lék fyrstu tvo hringina á 66 og 69 höggum og var þá á átta höggum undir pari en hann átti síðan ekki nógu góðan þriðja hring. Haraldur lék aðeins betur í gær en kláraði á 71 höggi eða á pari. Haraldur hefði getað endað hringinn betur ef ekki hefði komið til fimmtánda holan þar sem hann fékk tvöfaldan skolla með því að leika par fjögur holuna á sex höggum. Framundan eru tveir síðustu hringirnir þar sem að 25 efstu tryggja sér keppnisrétt á DP World Tour á næsta tímabili. Ef keppendur eru jafnir í 25. sætinu þá komast þeir allir áfram. Á næstu tveimur dögum er að miklu að keppa fyrir Harald Franklín þar sem hann er fjórum höggum frá 25. sætinu. Með því að komast í gegnum niðurskurðinn á lokaúrtökumótinu tryggði Haraldur Franklín sér keppnisrétt á flestum mótum á Áskorendamótaröðinni, Challenge Tour, sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða Evrópu. Haraldur Franklín, Axel Bóasson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson eru allir með keppnisrétt á Challenge Tour á næsta tímabili. Birgir Leifur Hafþórsson hefur oftast leikið á lokaúrtökumótinu eða alls þrettán sinnum en hann tók tuttugu sinnum þátt á úrtökumótinu fyrir DP World Tour. Eftirtaldir hafa komist inn á lokaúrtökumótið og í sviganum er fjöldi skipta á lokamótinu: Birgir Leifur Hafþórsson (13), Guðmundur Ágúst Kristjánsson (2), Bjarki Pétursson (2), Andri Þór Björnsson (1), Haraldur Franklín Magnús (1) og Björgvin Sigurbergsson (1). Aðeins tveir íslenskir kylfingar frá Íslandi hafa tryggt sér keppnisrétt á DP World Tour á lokaúrtökumótinu en það eru þeir Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Golf Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira