Dregur sig úr landsliðinu vegna flughræðslu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. nóvember 2023 10:31 Alexander Lind hefur spilað mjög vel með Silkeborg liðinu á tímabilinu. Getty/Lars Ronbog Danskur unglingalandsliðsmaður hefur boðað forföll í landsliðinu af mjög sérstakri ástæðu. Hann er svo flughræddur. Alexander Lind er liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Silkeborg og var hann valinn í 21 árs landslið Dana í þessum glugga. Lind er 21 árs gamall framherji og hefur átt mjög gott tímabil með Silkeborg þar sem hann hefur skorað tíu mörk í aðeins fimmtán leikjum. Alexander Lind dropper landskampe grundet flyskræk https://t.co/xTrHJ7ShVz— bold.dk (@bolddk) November 13, 2023 Lind náði meðal annars að skora í sjö leikjum í röð frá byrjun ágúst fram í lok september Danska knattspyrnusambandið tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að Lind yrði ekki með danska 21 árs landsliðinu sem flaug í gær til Spánar til að spila vináttulandleik á móti Marokkó. Þar kemur fram að Lind hafi nýverið opnað sig og sagt frá þessu vandamáli sínu sem er mikil flughræðsla. Hann ætlar nú að leita sér hjálpar. „Félagið hefur fengið aðstoð fyrir mig og fundið einhvern sem ég geta talað við,“ sagði Alexander Lind við Ekstra Bladet. „Því miður var Alexander Lind ekki með í flugvélinni í morgun eins og restin af liðinu þegar það ferðaðist til Spánar fyrir æfingarleik á móti Marokkó. Ástæðan er mikil flughræðsla,“ sagði í yfirlýsingu danska sambandsins. Landsliðsþjálfarinn Steffen Højer segir að þetta sé leiðinlegt en að hann virði ákvörðunina hjá Lind. Udskiftning i U21-truppen Alexander Lind var desværre ikke med flyet i morges, da resten af truppen fløj til Spanien forud for deres testkamp mod Marokkos OL-hold, grundet stor flyskræk. Landstræner, Steffen Højer er selvfølgelig ærgerlig, men respekterer Alexanders pic.twitter.com/NkBXDqXp6h— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 13, 2023 Danski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Alexander Lind er liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Silkeborg og var hann valinn í 21 árs landslið Dana í þessum glugga. Lind er 21 árs gamall framherji og hefur átt mjög gott tímabil með Silkeborg þar sem hann hefur skorað tíu mörk í aðeins fimmtán leikjum. Alexander Lind dropper landskampe grundet flyskræk https://t.co/xTrHJ7ShVz— bold.dk (@bolddk) November 13, 2023 Lind náði meðal annars að skora í sjö leikjum í röð frá byrjun ágúst fram í lok september Danska knattspyrnusambandið tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að Lind yrði ekki með danska 21 árs landsliðinu sem flaug í gær til Spánar til að spila vináttulandleik á móti Marokkó. Þar kemur fram að Lind hafi nýverið opnað sig og sagt frá þessu vandamáli sínu sem er mikil flughræðsla. Hann ætlar nú að leita sér hjálpar. „Félagið hefur fengið aðstoð fyrir mig og fundið einhvern sem ég geta talað við,“ sagði Alexander Lind við Ekstra Bladet. „Því miður var Alexander Lind ekki með í flugvélinni í morgun eins og restin af liðinu þegar það ferðaðist til Spánar fyrir æfingarleik á móti Marokkó. Ástæðan er mikil flughræðsla,“ sagði í yfirlýsingu danska sambandsins. Landsliðsþjálfarinn Steffen Højer segir að þetta sé leiðinlegt en að hann virði ákvörðunina hjá Lind. Udskiftning i U21-truppen Alexander Lind var desværre ikke med flyet i morges, da resten af truppen fløj til Spanien forud for deres testkamp mod Marokkos OL-hold, grundet stor flyskræk. Landstræner, Steffen Højer er selvfølgelig ærgerlig, men respekterer Alexanders pic.twitter.com/NkBXDqXp6h— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) November 13, 2023
Danski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira