„Höfum unnið hörðum höndum að þessu lengi og það þarf að fagna því“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. nóvember 2023 20:46 Fyrirliðinn og Noregsmeistarinn Ingibjörg. @VIFDamer „Mjög góð, mikill léttir að við náðum að sigla þessu heim. Blendnar tilfinningar, búnir að vera erfiðir dagar,“ sagði Ingibjörg Sigurðardóttir, Noregsmeistari í knattspyrnu, og Grindvíkingur í húð og hár í viðtali við Stöð 2 og Vísi. Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum. Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira
Ingibjörg og stöllur hennar í Vålerenga eru Noregsmeistarar þó enn sé ein umferð eftir af mótinu. Vålerenga og Rosenborg, liðið sem er í öðru sæti, mætast í lokaumferðinni en þar sem það er fjögurra stiga munur þá er Vålerenga nú þegar orðið meistari. Undanfarnir dagar hafa verið einkar erfiðir fyrir Ingibjörgu en hún er uppalin í Grindavík og á bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að flýja bæjarfélagið vegna jarðskjálftanna og möguleikanum á að það gæti farið að gjósa. Hvað fótboltann varðar þá var hin 26 ára gamla Ingibjörg gerð að fyrirliða Vålerenga fyrr á þessu ári og þá hefur hún raðað inn mörkum á leiktíðinni. Þó hlutirnir í heimabænum séu langt frá því eins og best verður á kosið þá gaf hún sér samt tíma til að tala um þetta magnaða tímabil sem er að baki. Titillinn var tryggður eftir að Vålerenga vann Stabæk en á sama tíma gerði Rosenborg jafntefli við Lilleström. Þeim leik lauk eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Ingibjörgum og stöllum, því voru þær allar út á velli að fylgjast með gangi mála. „Mjög skemmtilegt augnablik, maður mun seint gleyma þessu. Vorum líka ekkert að undirbúa okkur undir að við gætum unnið þetta. Maður kláraði leikinn, var ánægð að við unnum og svo náði maður ekkert að lesa á fólki hvað væri að gerast eða hverju við værum að bíða eftir þangað til þetta kom allt í einu upp á skjáinn.“ „Þetta er extra sérstakt, að vera í svona stóru hlutverki og tók fyrirliðahlutverkið mjög alvarlega þegar ég fékk traustið. Viðurkenni að þetta er búið að vera mikið stress og hef sett mjög háar kröfur á sjálfa mig, eins og ég geri yfirleitt svo þetta var mjög sætt.“ „Þetta er eitthvað sem við höfum unnið hörðum höndum að lengi að og það þarf að fagna því,“ sagði Ingibjörg einnig. Kaptein Inga! pic.twitter.com/sGuR7XOWQz— Vålerenga Fotball Kvinner (@VIFDamer) November 12, 2023 Tímabilið hjá Ingibjörgu og Vålerenga er hvergi nærri búið en liðið mætir Rosenborg bæði í lokaumferð deildarinnar sem og í bikarúrslitum þann 25. nóvember. „Mjög spennandi vikur fram undan. Spilum tvo leiki við Rosenborg og það eru alltaf hörkuleikir, það er alvöru rígur á milli liðanna. Verður gaman að mæta á þeirra heimavöll um næstu helgi og vera með titilinn nú þegar. Þetta er mikilvægur leikur fyrir Rosenborg því þær þurfa að vinna okkur til að ná Meistaradeildarsæti þannig það er mikið undir.“ „Svo eru bikarúrslitin í Noregi stór veisla, mikið lagt í þetta og þetta er risastór leikur. Er mjög þakklát að geta tekið þátt í honum,“ sagði Ingibjörg að lokum.
Fótbolti Norski boltinn Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Sjá meira