„Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 13. nóvember 2023 19:00 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Stjórnsýsla bæjarins er komin með aðsetur í ráðhúsi Reykjavíkur, svo áfram megi reka sveitarfélagið. Vísir Búið er að koma upp starfstöðvum fyrir 20 starfsmenn Grindavíkurbæjar í ráðhúsi Reykjavíkur. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir húsnæðis- og skólamál í forgrunni hjá bænum. Ljóst sé að atburðir síðustu daga muni marka djúp spor í sálarlíf Grindvíkinga. „Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
„Við verðum að halda áfram rekstri bæjarfélagsins og stjórnsýslan er náttúrulega lykilaðili í því. Við erum með marga starfsmenn hjá bænum, margar deildir og mörg svið,“ sagði Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, í beinni útsendingu frá ráðhúsi Reykjavíkur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Borga þurfi laun og sjá um að fjárreiður gangi upp. Því mætir starfsfólk á vegum Grindavíkurbæjar í ráðhúsið klukkan átta á morgun. Fannar segir fjölda sveitarfélaga hafa lagt Grindavíkurbæ lið. Búið sé að setja upp starfsstöðvar fyrir 20 manns í ráðhúsinu. Leita lausna í húsnæðis- og skólamálum Húsnæðismál séu í forgangi hjá stjórnsýslunni. „Þó að það hafi ekki verið margir sem gistu í fjöldahjálparstöðvum, sem betur fer.“ Þrátt fyrir að ekki margir hafi gist í fjöldahjálparstöðvum og fólk sé komið með gistingu til skemmri eða lengri tíma, þá séu margir Grindvíkingar upp á vini og ættingja komnir, eða gisti þá á hótelum. „Þannig að við erum að reyna að finna meiri festu í það og lengri tíma fyrir fólk til að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér í þeim efnum.“ Mikil vinna og tími hafi farið í slíka vinnu, og fundað með ráðuneytum og stéttarfélögum, auk þess sem fyrirtæki og einstaklingar hafi boðið fram mikla aðstoð. „Skólamálin eru líka í öndvegi hjá okkur. En það þýðir kannski ekki að ætlast til þess að börn fari í skóla nema foreldrarnir viti hvað er fram undan. Ekki að byrja í einum skóla og svo kannski viku eða tíu dögum síðar að taka barnið upp aftur,“ segir Fannar. Stefnt sé að því að árgangar haldi hópinn. Eins þurfi að huga að félagsmálum, og unnið sé með ríki og fjármálastofnunum til að létta undir fjárhagsáhyggjum Grindvíkinga á erfiðum tímum. Öryggi íbúa ofar öllu Fannar segir ljóst að atburðir síðustu daga muni sitja í mörgum. „Þetta mun örugglega marka djúp spor í sálarlífinu. Þetta er eitt af því sem þarf að reyna að bregðast við með skjótum hætti og koma öllu fólki til aðstoðar eins og mögulegt er.“ Mörgum hafi létt við að komast inn á heimili sín til að sækja nauðsynlegustu eigur sínar. Mikil ánægja ríki meðal Grindvíkinga sem hafi komist heim til sín til að ná í eigur og athuga með skemmdir. „Vonandi verður hægt að gera þetta áfram en auðvitað er öryggi íbúanna algjörlega í forgrunni hvað þetta varðar,“ sagði Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira