Svo til óbreytt ástand en minni líkur á gosi ef eitthvað er Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. nóvember 2023 12:23 Benedikt G. Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna óbreytta við Þorbjörn. Ekki séu skýr merki um eldgos. Litlar breytingar eru á stöðunni í Grindavík þó að verulega hafi dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhinga. Jarðeðlisfræðingur segir svipaðar líkur á gosi og áður. Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Veðurstofan fundaði með almannavörnum í morgun, eftir þann fund sátu sérfræðingar á Veðurstofunni á lengri fundi þar sem rýnt var í gögn og lauk honum rétt fyrir fréttir. Benedikt Ófeigsson er jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni. „Við fórum almennt yfir stöðuna, fórum yfir þau gögn sem eru að berast, skjálftagögn, GPS gögn og önnur gögn sem við eigum eftir að vinna betur úr. Stöðumatið er nánast óbreytt virkni síðan í gær. Hún hefur breyst lítið og hættumatið fyrir allt svæðið er mjög svipað og í gær.“ Verulega hefur dregið úr stærri skjálftum síðustu sólarhringa. „Það virðist vera að þessi gríðarlegi atburður sem varð á föstudaginn, þessi gliðnunaratburður og kvikuhlaupið hafi losað um nánast alla spennu á svæðinu og hún er alveg dottin niður, skjálftavirknin. Þannig nú getum við fylgst vel með smáskjálftavirkni í innskotinu og erum að því. Eitt af því sem við sjáum þar er að skjálftavirknin er stöðug og fer ekki grynnkandi.“ Hver er staðan á kvikunni? „Við erum ekki að sjá merki um að hún sé á hreyfingu upp á við, ekki enn. Ný mynd kom í morgun sem við erum að skoða. Það fyrsta sem við sjáum þegar við horfum á hana, fyrsta mat okkar er að við sjáum ekki skýr merki um grynnkun en það er ekki hægt að meta það út frá því að horfa, við erum að bíða eftir módelum. Ef þau sýna mikla grynnkun þá tilkynnum við um það.“ Hann segir að fara verði varlega í að meta breytingar á líkum á eldgosi. „Almenna matið er óbreytt enn og svipaðar líkur. Þær eru kannski örlítið að breytast niður á við ef eitthvað er, það er kannski á stöðum eins og úti í sjó en við bara getum ekki lagt mat á það enn hversu miklar líkur á því eru núna. Við höfum ekki séð hvort kvika sé að grynnka eða ekki.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Fleiri fréttir Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Sjá meira
Virknin í og við Grindavík nánast óbreytt Mat Veðurstofunnar er að virknin í og við Grindavík sé nánast óbreytt frá því í gær. Skjálftavirknin er dreifð um suðurhluta kvikugangsins á milli Sundhnúks og Grindavíkur á um tveggja til fimm kílómetra dýpi. 13. nóvember 2023 11:49