Of seint að breyta tryggingum Grindvíkinga Árni Sæberg skrifar 13. nóvember 2023 10:41 Leiða má að því líkur að innbú margra þessara húsa séu ekki tryggð gagnvart náttúruhamförum. Vísir/Vilhelm Náttúruhamfaratrygging Íslands segir að þar sem búið sé að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn sé ljóst að ekki megi gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir í bænum. Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá. Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Í tilkynningu á vef Náttúruhamfaratryggingar Íslands segir að í aðdragandanum að þeim atburðum sem nú standa yfir í Grindavík hafi forstjóri NTÍ notað hvert tækifæri til að hvetja íbúa á Suðurnesjum til að yfirfara sína vátryggingavernd til að sem flestir séu hæfilega tryggðir ef til atburða kæmi. Það sé hins vegar svo að í reglugerð um Náttúruhamfaratryggingu Íslands er kveðið á um að óheimilt sé að gera nýja vátryggingarsamninga eða breyta eldri samningum um eignir á þeim stað eða svæði, sem í hættu er þegar vátryggingaratburður er hafin eða hann er yfirvofandi. „Þar sem nú er búið að lýsa yfir neyðarástandi í Grindavík og rýma bæinn er mikilvægt að ljóst sé að þessi grein hefur verið virkjuð og lítur NTÍ svo á að allir nýir samningar eða breytingar á eldri samningum á því svæði sem nú er skilgreint hættusvæði séu ógildir.“ Innbú ekki tryggt nema sérstaklega sé um það samið Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja húseignir og mannvirki gegn tjóni af völdum náttúruhamfara, eins og jarðskjálfta, eldgosa, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Tilvist hennar er nauðsynleg þar sem hefðbundnar tryggingar vátryggingafélaga tryggja ekki gegn tjóni sem verður vegna náttúruhamfara. Stofnunin tryggir húseignir, innbú og lausafé, sem er brunatryggt hjá vátryggingafélagi með íslenskt starfsleyfi gagnvart náttúruhamförum. Hins vegar er það svo að tryggja þarf innbú og lausafé sérstaklega, slík trygging er ekki innifalin í lögbundinni brunatryggingu. Í frétt Vísis frá árinu 2021, þegar jörð tók fyrst að skjálfa á Reykjanesi, segir að lauslega áætlað sé talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ sagði Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands þá.
Tryggingar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira