Skjálftarnir aftur á nokkurra kílómetra dýpi Samúel Karl Ólason skrifar 13. nóvember 2023 09:52 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, segir jarðskjálftana við Grindavík aftur komna á fjögurra til fimm kílómetra dýpi. Það geti falið í sér að kvikan muni ekki ná upp á yfirborðið að svo stöddu. Hann segir þó erfitt að spá um framhaldið. Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Rætt var við Þorvald í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði að þó svo að þessi hrina gengi yfir án eldgoss, væri ekki útilokað að fá svipaðar hrinur í náinni framtíð og þær gætu endað með eldgosi. „Þetta getur náttúrlega líka náð sér upp aftur. Kannski er enn þá innflæði neðarlega í ganginn, þar sem skjálftarnir eru dýpra og þá er kannski kerfið að hlaðast upp aftur,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði almannavarnir þurfa að svara fyrir það hvort og hvenær Grindvíkingar gætu farið aftur heim. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í spilaranum hér að neðan. Þorvaldur sagði í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eftir að sigdalur greindist í Grindavík, að mögulega væri kvikugangurinn þar undir kominn nálægt yfirborðinu, innan bæjarmarka Grindavíkur. Sjá einnig: „Svartari sviðsmynd en ég hafði ímyndað mér“ Hann segir atburðarásina síðan þá, sérstaklega í gær og í morgun gefa til kynna að staðan væri önnur. „Maður vonar náttúrulega að þetta sé bara að deyja út, fjara út, en við getum ekki útilokað hinn möguleikann. Að þetta fari aftur á hreyfingu og það gæti þá endað í gosi inn í Grindavík.“ Þorvaldur sagði gos einnig geta orðið norðar í gígaröðinni og það væri óskandi, ef eldgos á sér stað. Þorvaldur sagði að skjálftar hefðu oft minnkað fyrir gos og það gæti alveg verið staðan núna. Mögulega sé það óskhyggja í honum að þetta sé að fjara út. Því miður væri ekki hægt að útiloka eldgos enn. Þorvaldur sagði Íslendinga mögulega þurfa að læra að lifa með þeim nýja veruleika að Reykjanesið væri „komið aftur í gang“. Við værum komin inn í nýtt eldgosatímabil. „Þessir atburðir geta endurtekið sig nokkuð oft á næstu nokkur hundruð árum,“ sagði Þorvaldur. „Reynslan segir okkur að þegar þetta fer í gang, fer allt í gang.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46 „Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00 Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Vaktin: „Þær bjargir verða þá til staðar“ Skjálftavirkni hélt áfram á Reykjanesskaga í nótt en var þó umtalsvert minni en var fyrir helgi. Talið er að eldgos gæti hafist hvenær sem er. 13. nóvember 2023 08:46
„Margir fá sjokk þegar þeir heyra að ég hafi lent í þessu“ Sædís Sif Harðardóttir varð fyrir hrottalegri líkamsárás og frelsissviptingu á heimili sínu í júlí síðastliðnum. Hún tók þá ákvörðun strax í upphafi að tala opinskátt um atburðinn og vonast til þess að geta þannig hjálpað öðrum í sömu sporum. 13. nóvember 2023 08:00
Samantekt: Tíðindalítil nótt að baki en morgunfundir framundan „Biðstaða“ er orð dagsins hvað varðar jarðskjálfta og möguleg eldsumbrot við Grindavík. Skjálftavirknin er söm og hún hefur verið; sífelldir skjálftar en flestir undir 3,0 að stærð. 13. nóvember 2023 06:08