Fyrrum landsliðskona í íshokkí segir frá kynferðislegu ofbeldi þjálfara síns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2023 08:58 Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Skjámynd/RÚV Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir lék um árabil með íslenska kvennalandsliðinu í íshokkí og er nú varaformaður Íshokkísambandsins. Hún segir frá því í viðtali við Ríkissjónvarpið að röð atvika hafi breytt ferli hennar í martröð. Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér. Íshokkí Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Guðlaug Ingibjörg kemur fram með sögu sína og vonast til að hún geti með því opnað augu fólks um að aðstoða betur íþróttafólk sem lenda í mjög erfiðum andlegum aðstæðum. Saga hennar er vissulega sláandi. Erlendur leikmaður, sem Guðlaug nefnir ekki á nafn, var að spila með Skautafélagi Akureyrar eins og hún þegar þau fóru að draga sig saman veturinn 2012. Guðlaug var nítján ára og hann átta árum eldri. Skömmu síðar var hann ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins. Lifði tvöföldu lífi Hún flutti suður til Reykjavíkur árið 2013 og skráði sig í íþróttafræði við HR. Þá hóf hún æfingar með íshokkíliði Bjarnarins. Þá kom í ljós að maðurinn var að lifa tvöföldu lífi. Hann var í annarri sambúð og sambandi hans og Guðlaugar var því lokið. Þegar leið á veturinn var maðurinn ráðinn sem þjálfari kvennaliðsins hjá Birninum og Guðlaug Ingibjörg segir frá þeim aðstæðum sem hún var þá komin í. „Hann náttúrulega vissi alveg hvar ég bjó. Hann vissi hvernig ég vann. Hann vissi hvenær ég var búin í skólanum. Þannig að hann gerði sig heimboðinn heim til mín og misnotaði mig. Fyrir sína leiki eða mína leiki. Eða nauðgaði mér, og þetta var alltaf einhvern veginn á þeim forsendum að ‚ef þú gerir þetta ekki fyrir mig núna þá spila ég ekki vel í leiknum sem er í kvöld, eða er á morgun. Eða er um helgina.' Þetta voru ekki eitt skipti og ekki tvö. Þetta var samt ekki fyrir hvern leik,“ sagði Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir í viðtalinu við RÚV. Bitnaði á mínum leiktíma „Hann lagði aldrei hendur á mig en fer samt þessa leið. Þetta voru mjög krefjandi aðstæður. Ef ég streittist á móti honum í þessum aðstæðum, þegar hann bauð sér heim til mín. Þá varð það til þess að ég spilaði ekki leiki. Eða það bitnaði á mínum leiktíma,“ sagði Guðlaug. Guðlaug talar einnig um þunglyndi sitt í framhaldinu og hvernig heimurinn hennar hrundi í landsliðsverkefni á HM í íshokkí sem fram fór í Reykjavík árið 2014. Í framhaldinu tók við sjálfsvinna hjá Guðlaugu en mesti bati hennar varð þegar maðurinn flutti brott af landi en hún segist hafa fengið hjálp. Ein stór fjölskylda „Íshokkísambandið steig upp á móti, með aðkomu stjórnarmanna úr Birninum á þessum tíma. Ég er líka bara rosalega heppin. Hreyfingin er lítil en þetta er ein stór fjölskylda. Ég held ég hafi aldrei þakkað fólkinu nógu mikið sem kom að mínum málum,“ sagði Guðlaug. Það má horfa á allt viðtalið hér.
Íshokkí Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira