Svigrúm til aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 12. nóvember 2023 11:29 Grindavíkurbær í fyrrakvöld, stuttu áður en bærinn var rýmdur. Vísir/Vilhelm Mat vísindamanna er að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar í Grindavík. Þeir telja ráðlegt að gera það strax, þar sem óvissa um framvindu mála mun vaxa eftir því sem líður á daginn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Eins og Vísir greindi frá fór fram stöðufundur Veðurstofunnar, Almannavarna og sérfræðinga Háskóla Íslands í morgun. Honum lauk klukkan 11:00. Þar voru ný gögn vegna jarðhræringa í Grindavík metin. Aðgerðir almannavarna en ekki almennings Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, tekur fram í samtali við Vísi að um aðgerðir á vegum almannavarna verði um að ræða. Almenningur eigi ekki að halda af stað til Grindavíkur. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að frá morgni gærdagsins hafi skjálftavirknin við kvikuganginn haldist nokkuð stöðug. Frá miðnætti í nótt hafi um þúsund skjálftar mælst og hafa þeir allir verið undir 3,0 að stærð. Mesta skjálftavirknin hefur verið frá miðju gangsins norðan við og suður undir Grindavík. Flestir skjálftanna eru á 3-5 km dýpi við neðri hluta kvikugangsins. Þá segir í tilkynningunni að GPS mælingar sem nái yfir síðasta sólarhring sýni að hægt hafi á aflögun tengda kvikuganginum sem myndaðist á föstudag, 10. nóvember. Það bendi til þess að kvika sé að færa sig nær yfirborði, engin líkön hafa verið keyrð til að ákvarða dýpi hennar að svo stöddu. Óvissa fari vaxandi eftir því sem líður á daginn „Það var sameiginlegt mat fundarins út frá nýjustu gögnum að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar fyrir íbúa og sinna brýnum erindum í Grindavík og nágrenni,“ segir í tilkynningunni. „Á meðan að á þeim aðgerðum stendur verður vakt svæðisins aukin og fylgst náið með merkjum um hvort að kvika komi upp. Það var mat vísindamanna eða ráðlegt væri að hefja þessar aðgerðir strax þar sem óvissa um framvindu atburðarins vex eftir því sem líður á daginn.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvatti íbúa Grindavíkur í morgun til þess að vera róleg og bíða átekta. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ sagði Hjördís og ítrekaði í morgun að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndu aðgerðir ekki hefjast í beinu framhaldi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem áréttað er að um aðgerðir á vegum almannavarna sé um að ræða. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fór fram stöðufundur Veðurstofunnar, Almannavarna og sérfræðinga Háskóla Íslands í morgun. Honum lauk klukkan 11:00. Þar voru ný gögn vegna jarðhræringa í Grindavík metin. Aðgerðir almannavarna en ekki almennings Haukur Hauksson, samskiptastjóri Veðurstofunnar, tekur fram í samtali við Vísi að um aðgerðir á vegum almannavarna verði um að ræða. Almenningur eigi ekki að halda af stað til Grindavíkur. Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að frá morgni gærdagsins hafi skjálftavirknin við kvikuganginn haldist nokkuð stöðug. Frá miðnætti í nótt hafi um þúsund skjálftar mælst og hafa þeir allir verið undir 3,0 að stærð. Mesta skjálftavirknin hefur verið frá miðju gangsins norðan við og suður undir Grindavík. Flestir skjálftanna eru á 3-5 km dýpi við neðri hluta kvikugangsins. Þá segir í tilkynningunni að GPS mælingar sem nái yfir síðasta sólarhring sýni að hægt hafi á aflögun tengda kvikuganginum sem myndaðist á föstudag, 10. nóvember. Það bendi til þess að kvika sé að færa sig nær yfirborði, engin líkön hafa verið keyrð til að ákvarða dýpi hennar að svo stöddu. Óvissa fari vaxandi eftir því sem líður á daginn „Það var sameiginlegt mat fundarins út frá nýjustu gögnum að svigrúm sé til tímabundinna aðgerða á vegum almannavarna til að sækja nauðsynjar fyrir íbúa og sinna brýnum erindum í Grindavík og nágrenni,“ segir í tilkynningunni. „Á meðan að á þeim aðgerðum stendur verður vakt svæðisins aukin og fylgst náið með merkjum um hvort að kvika komi upp. Það var mat vísindamanna eða ráðlegt væri að hefja þessar aðgerðir strax þar sem óvissa um framvindu atburðarins vex eftir því sem líður á daginn.“ Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, hvatti íbúa Grindavíkur í morgun til þess að vera róleg og bíða átekta. „Hættan er enn til staðar og það er alltaf forgangsatriði við skipulagningu slíkrar aðgerðar. Eins erfitt og það er fyrir fólk að bíða þá þarf að gera þetta rétt og skipulega, og alltaf með öryggi í fyrirrúmi,“ sagði Hjördís og ítrekaði í morgun að þótt svo að niðurstaða liggi fyrir á fundinum þá myndu aðgerðir ekki hefjast í beinu framhaldi. Fréttin hefur verið uppfærð þar sem áréttað er að um aðgerðir á vegum almannavarna sé um að ræða.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22 Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51 „Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Vaktin: Hefur verulega dregið úr skjálftavirkni vegna spennulosunar Sérfræðingar hjá almannavörnum, aðgerðastjórnum og Veðurstofunni hittust á fundi um stöðuna í Grindavík í morgun. Þeir telja tímabundið svigrúm fyrir aðgerðir almannavarna til að sækja nauðsynjar. Lögreglan á Suðurnesjum hefur veitt íbúum í einu hverfi heimild til þess. 12. nóvember 2023 07:22
Bátar verði fluttir úr höfninni Landhelgisgæslan hefur það til skoðunar að aðstoða eigendur báta sem enn eru eftir í Grindavíkurhöfn að flytja þá annað. Nítján bátar eru enn við höfn. 12. nóvember 2023 10:51
„Nú er biðstaða“ Lögreglan á Suðurnesjum og aðrir viðbragðsaðilar eru nú í biðstöðu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir nóttina hafa verið viðburðarlitla en viðbragðsaðilar munu funda klukkan 11:00. 12. nóvember 2023 10:24