Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi mætir og ber af sér býsna harðar sakir sem á hana hafa verið bornar um að vilja ráðskast með fjölmiðla og styrki til þeirra.
Utanríkisráðherrarnir fyrrverandi, þær Lilja Alfreðsdóttir og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ætla að skiptast á skoðunum um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins, meðal annars því hvort alveg sé borin von að alþjóðastofnanir og ríki heims geti stöðvað átök á Gasa.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, Katrín Jakobsdóttir og fleiri ráðherrar mæta og ræða ástandið á Reykjanesskaga auk Ara Trausti Guðmundssonar jarðfræðings.
Í lok þáttar verður Willum Þór Þórsson, heilbrigisráðherra að ræða um gagnadrifna og einstaklingsmiðaða heilbrigðisþjónustu, hugtök sem stýra eiga hugsunum okkar og gjörðum í heilbrigðismálum í framtíðinni.