Tímamót hjá Curry og Orlando batt enda á fjórtán leikja taphrinu Smári Jökull Jónsson skrifar 12. nóvember 2023 09:33 Giannis Antetokounmpo í baráttunni í leiknum í nótt. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Milwaukee Bucks tapaði fjórða leik sínum á tímabilinu og þá gerði Cleveland Cavaliers góða ferð vestur til Oakland. Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Orlando Magic tók á móti Milwaukee Bucks á heimavelli sínum Amway Center. Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks og skoraði 35 stig í 112-97 tapi. Fyrir leikinn í nótt hafði Orlando Magic tapað fjórtán leikjum í röð gegn Milwaukee Bucks og sigurinn því kærkominn. Franz Wagner skoraði 24 stig fyrir lið Orlando og Mo Wagner kom af bekknum og skilaði 19 stigum. Damien Lillard lék ekki með Milwaukee liðinu vegna smávægilegra meiðsla á kálfa en liðið var að tapa sínum öðrum leik í röð og fjórða í fyrstu níu leikjum tímabilsins. Í Boston unnu heimamenn í Boston Celtics öruggan sigur á Toronto Raptors. Jaylen Brown, Jayson Tatum og Kristaps Porzingis skoruðu allir yfir 20 stig fyrir lið Celtics. Lokatölur 117-94. Jaylen Brown ver hér skot frá Chris Boucher í nótt.Vísir/Getty „Mér líður eins og við séum mjög langt frá því að vera tilbúnir sem lið. Við erum langt frá því en samt sem áður og það verða hæðir og lægðir í þessu. Það koma þrír leikir þar sem allt lítur vel út og svo þrír leikir þar sem allt hrynur og stuðningsmenn munu oftúlka þetta,“ sagði Porzingis í áhugverðu viðtali eftir leikinn í nótt. Pascal Siakam var stigahæstur hjá liði Raptors með 17 stig en liðinu gekk illa að hitta fyrir utan þriggja stiga línuna í nótt. Það fór illa í lið Raptors þegar Joe Mazzulla þjálfari Boston ákvað að láta dómara endurskoða ákvörðun sína í fjórða leikhlutanum en þá leiddi Celtics með 27 stigum og þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum. „Þetta er vanvirðing,“ sagði Dennis Schroder leikmaður Toronto Raptors eftir leik og sagði að þetta yrði geymt en ekki gleymt þar til liðin mætast á ný í Toronto um næstu helgi. 22.000 stig hjá Curry Cleveland Cavaliers gerði góða ferð til Oakland og lagði Golden State Warriors 118-110. Draymond Green var rekinn af velli eftir að hafa ýtt Donovan Mitchell leikmanni Cavaliers. Umræddur Mitchell var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig og Caris LeVert skoraði 18. Steph Curry setti 30 stig á töfluna fyrir lið Warriors en það dugði ekki til. Hann hefur byrjað tímabilið vel og er búinn að setja fjóra að fleiri þrista í fyrstu tíu leikjunum en samkvæmt ESPN er það í fyrsta sinn sem leikmaður nær því. Þá komst hann í hóp þrjátíu og fimm leikmanna sem skorað hafa 22.000 stig í NBA-deildinni. Þá vann Miami Heat 117-109 sigur á Atlanta Hawks án stjörnuleikmanns síns Jimmy Butler og Tyler Herro. Bam Adebayo steig upp fyrir Heat og skoraði 26 stig og tók 17 fráköst. Trae Young skoraði 19 stig fyrir Hawks en bæði lið eru með fimm sigra eftir fyrstu níu leikina.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira