Eldgos geti brotist út á næstu klukkutímum Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 19:36 Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, segir að staðan sé alvarlegri en hún var fyrr í dag og eldgos geti brotist út hvenær sem er á næstu klukkutímum. Stöð 2 Sviðsstjóri almannavarna segir að staðan í Grindavík sé alvarlegri en hún var fyrr í dag. Ljóst sé að það verði eldgos og að það gæti gerst hvenær sem er á næstu klukkustundum. Þá muni eldgosið ekki gera vart við sig áður en það brýst út. Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“ Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira
Samkvæmt nýjustu upplýsingum Veðurstofunnar hafa líkur á eldgosi aukist verulega og er kvika komin á 800 metra dýpi. Öllum aðgerðum vegna ástandsins í Grindavík er stýrt úr samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð. Það hafa staðið yfir fundir hjá almannavörnum í allan dag vegna ástandsins í Grindavík. Fréttastofa ræddi við Víði Reynisson, sviðsstjóra almannavarna, um nýjustu vendingar. Breyta þessa nýju upplýsingar stöðunni eitthvað hjá ykkur? „Að vissu leyti gera þær það. Við vorum með lítinn hóp inni í Grindavík að störfum í eftirliti og viðgerðum í dag þegar þessar upplýsingar komu. Nú er enginn eftir þar, við erum búin að færa alla út fyrir þetta öryggissvæði sem við erum búin að gera í kringum þessa sprungu,“ sagði Víðir. „Líka það að það voru áætlanir um að Grindvíkingar gætu hugsanlega farið heim að sækja allra brýnustu nauðsynjar á morgun og þetta setur það kannski í uppnám líka þannig við verðum bara að sjá hvernig staðan verður eftir nóttina,“ sagði hann einnig. Þetta er stærra svæði núna sem enginn fær að koma inn á? „Við erum búin að útvíkka þetta örlítið frá því sem var og það er samkvæmt þessum upplýsingum sem við höfum verið að fá frá jarðvísindamönnum í dag,“ sagði Víðir. Styttra í eldgos en áður Víðir segir ljóst að það sé styttra í eldgos en það var í dag. Það geti gerst á næstu klukkutímum og það verði engar frekari viðvaranir áður en það brýst út. Er staðan alvarlegri en hún var til dæmis í hádeginu? „Það er allavega styttra í eldgos heldur en var í hádeginu,“ sagði Víðir. En erum við að fara að sjá eldgos? „Ég held að það sé nokkuð ljóst að það verði. Það kæmi held ég flestum úr þessu stórkostlega á óvart að það yrði ekki gos. Og það sem okkur er sagt er að úr þessu fáum við ekki miklar frekari viðvaranir áður en gos brýst út Ef það kemur til goss gæti það gerst hvenær sem er á næstu dögum? „Hvenær sem er á næstu klukkustundum,“ sagði Víðir. Þurfi að hugsa um framtíð heils bæjarfélags Almannavarnir munu á næstu dögum vinna að bæði skammtímaverkefnum og langtímaáætlunum sem varða Grindvíkinga. Hvernig eru næstu dagar hjá almannavörnum? „Við erum áfram að vinna að skammtímaverkefnum sem snúa að því sem er akkúrat að gerast í jörðinni og hvaða áhrif það hefur á Grindavík,“ sagði Víðir og bætti við: „Svo erum við auðvitað farin að hugsa til lengri tíma. Þarna er heilt bæjarfélag sem þurfti að flýja og það þarf að hugsa um það hvernig þau munu sinna sínu lífi áfram. Það er komin af stað hellings vinna og við erum búin að vera hér að funda með bæjarstjóranum í Grindavík og hans lykilfólki í dag til þess að reyna að átta okkur á því hvað sé framundan.“
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Fleiri fréttir Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Sjá meira