Saknar 67 gæludýra sinna sem urðu eftir í Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. nóvember 2023 21:55 Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík í gær áður en bærinn var rýmdur. Hann bjóst þá við að geta snúið aftur í dag. Hins vegar kom annað í ljós og nú er óljóst hvað verður um 67 gæludýra hans. Aðsent Hafliði Hjaltalín yfirgaf Grindavík áður en bærinn var rýmdur í gær. Hann ætlaði að snúa aftur í dag en nú er það ekki lengur hægt. Eftir eru 40 dúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Miðað við nýjustu fréttir er óljóst hvað verður um dýrin. Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“ Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
Töluverður fjöldi gæludýra varð eftir í Grindavík þegar bærinn var rýmdur í gær. Dýraverndarsamtökin Dýrfinna hvöttu íbúa Grindavíkur í dag til að tilkynna um dýr sín svo hægt væri að fá yfirsýn yfir fjöldann og mögulega sækja dýrin. Á Facebook-hópnum Gæludýr í Grindavík hafa eigendur tilkynnt gæludýr sem urðu eftir. Samkvæmt grófri talningu er um að ræða 45 ketti, nítján hesta, þrettán páfagauka, 20 hænur, 130 bréfdúfur og einn hamstur. Eflaust vantar þar einhver gæludýr sem urðu eftir en í öllu falli er ljóst að það er gríðarlegur fjöldi dýra sem varð eftir. Uppfært: Nánast á sama tíma og fréttin birtist tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að ekki sé unnt að bjarga búfénaði og húsdýrum af skilgreindu hættusvæði vegna jarðhræringanna á Reykjanesi, að svo stöddu. Keppendur á Íslandsmóti urðu eftir Meðal þeirra sem svöruðu á þræðinum er Hafliði Hjaltalín en hann á alls 67 gæludýr sem urðu eftir. Þar af eru 40 bréfdúfur, tíu páfagaukar, fjórtán hænur og þrír kalkúnar. Vísir ræddi við Hafliða um gæludýrin og samskipti gæludýraeigenda við yfirvöld. „Við fórum áður en rýmingin var. Við ætluðum að koma aftur í morgun og vera í Grindavík í dag en ef við hefðum beðið einhverjum tveimur-þremur tímum, það leist nú engum á það svosem, þá hefði þetta allt farið með. En nú er ekki hægt að komast að ná í þetta.“ Meðal dýranna sem Hafliði saknar eru kalkúnar, hænur, dúfur og páfagaukar.Aðsent Þetta er gríðarlegt magn. Ertu með einhverja ræktun? „Þetta eru bréfdúfur sem keppa á sumrin í Íslandsmótinu. Það er svolítið magn sem er þar. Svo er ég með fuglaræktun, tvær tegundir af hænum í kofa,“ segir Hafliði er hann með nokkrar tegundir af páfagaukum sem synir hans eiga og þrjá kalkúna. En hundarnir komust með. Þeir eru væntanlega ekki mjög margir? „Þrír Labradorar þannig þeir tóku svolítið pláss í bílnum en ég hefði látið hin dýrin komast fyrir ef ég hefði vitað að enginn mætti fara inn á svæðið aftur,“ segir Hafliði. Ekki fengið nein almennileg svör Þegar kom í ljós að það ætti að rýma bæinn hafði Hafliði samband til að athuga hvort hann gæti sótt dýrin. Svo var ekki og hann hefur ekki fengið nein svör um hvort hægt sé að ná í dýrin. Hefurðu eitthvað talað við yfirvöld um þetta mál? „Ég hringdi í Rauða krossinn og þeir tóku niður númer. Svo hringdi ég í Neyðarlínuna. Þar fékk ég samband við ríkislögreglustjóra. Þar var tekið niður númer og átt að hafa samband við mig en það hefur enginn haft samband,“ segir Hafliði. „Þeir lifa ekkert mjög marga daga án þessa að fá vatn og mat. Við gáfum þeim öllum áður en við fórum en við ætluðum að koma aftur daginn eftir,“ segir hann og bætir við að lokum: „Svona er staðan bara. Þetta er ekki gott.“
Dýr Fuglar Grindavík Eldgos og jarðhræringar Gæludýr Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira