Grindvíkingar fá ekki að fara heim næstu daga Lovísa Arnardóttir skrifar 11. nóvember 2023 12:30 Viðbragðsaðilar á upplýsingafundi á hádegi 11.11. Vísir/Bjarki Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að miklar líkur væru á eldgosi. Líkur væru á stærra eldgosi en við höfum séð síðustu ár. Íbúar munu ekki fá að fara heim næstu daga. Unnið er að því að koma börnum í skóla og finna þeim húsnæði sem ekki geta verið hjá ættingjum, vinum eða vandamönnum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, sagði síðasta sólarhring hafa verið erfiðan en með samhentu átaki hafi tekist að rýma bæinn og tryggja öryggi fólks. Hann sagði frá helstu samhæfingaraðgerðum á bæði höfuðborgarsvæði. Hann sagði svæðið lokað og að engum yrði hleypt inn á svæðið næstu daga. Ekki til að sækja verðmæti eða nokkuð annað. Hann minnti einnig á mikilvægi þess fyrir íbúa að skrá sig hjá Rauða krossi í síma 1717. Það væri mikilvægt fyrir viðbragðsaðila til að geta náð í íbúa ef eitthvað er. Fannar Jónasson, bæjarstjóri tók þá við. Hann sagði viðbragð gærdagsins vekja traust. Það hafi reynt á þegar þurfti að rýma en að það hafi tekist vel með æðruleysi bæjarbúa. Það hafi hjálpað að það hafi verið föstudagur því margir hafi verið farnir annað í helgarfrí. Góðar viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafi virkað vel. Hann segir atvinnulíf og sveitarstjórn laskað. Aðilar frá sveitarstjórn muni funda á eftir og þau hafi fengið boð frá Reykjavíkurborg um að koma börnum í skóla. Það verði farið yfir það um helgina. Eins verði farið yfir húsnæðismál um helgina. Það séu ótrúlega margir hjá vinum og ættingjum en að unnið sé að því að finna húsnæði fyrir þau sem gistu í fjöldahjálparstöð. Mikilvægt að íbúar skrái sig Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Rauða krossins, greindi frá viðbrögðum samtakanna í gær. Það eru þrjár fjöldahjálparstöðvar reknar af samtökunum en alls gistu 160 þar í nótt. Hún ítrekaði að þær væru opnar. Bæði fyrir þau sem vantar gistingu en einnig fyrir þau sem vilja fá sér kaffi. Þar sé einnig hægt að fá sálfræðistuðning. Einnig sé hægt að hringja í 1717 en það sé mikið álag á línunni á meðan tekið er við skráningum frá íbúum. Hún sagði gæludýr velkomin í fjöldahjálparstöðvar en að það yrði að taka búr með. Hún sagði nú virkan tengil á Facebook fyrir þau sem vilja bjóða fram húsnæði eða gistingu án endurgjalds fyrir þau sem ekki geta reitt sig á aðstandendur. Ný gögn eftir hádegi Benedikt Halldórsson jarðvísindamaður sagði skjálftana hafa fært sig til í gær og skjálftana hafa aukist verulega. Þeir hafi svo dreift úr sér og svo endað í átt að Grindavík og undir Grindavík. Flestir skjálftanna séu suðvestur af bænum en alls hafa mælst frá miðnætti um 800 skjálftar. Gögn þeirra bendi til þess að kvikugangurinn sé langur. Stærð kvikugangsins er margfalt miðað við það sem áður var. Ný aflögunargögn koma eftir hádegi en þangað til verður fylgst vel með. Líkur á eldgosi teljast verulegar. „Þetta eru mjög alvarlegir atburðir,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur og stórir á þeim skala sem við höfum þegar búið við. Hann sagði erfitt að segja til um framhaldið. Kvikusöfnunin hafi verið orðin mjög hröð í gær og ný gögn seinni partinn muni varpa ljósi á atburðarrásina núna. Hann sagði einn möguleikann enn vera að þetta deyi út. Það sé ein sviðsmyndin. Það séu stór innskot neðanjarðar og ekkert komi upp. Önnur sviðsmynd sé að það verði gos og að sú sviðsmynd sé líkleg. Líklegt sé að eldgosið verði miklu stærra en það sem hefur verið síðustu ár. Það verði hraungos og líklegast sé að opnun sé norðan við Grindavík. Þriðja sviðsmyndin er sú að eldgosið komi upp í sjó við Grindavík. Hann sagði það ekki líklegt því engin slík gos hafi orðið á þessu svæði áður. Það yrði sprengigos líkt og var í Surtsey. „Nú bíðum við bara og sjáum,“ sagði Magnús Tumi og að vonandi yrði myndin skýrari þegar ný gögn berast seinni partinn í dag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira