Hlakkar alls ekki í Þorvaldi í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. nóvember 2023 22:27 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur. vísir/arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að stutt sé í eldgos á Reykjanesi; það sé frekar spurning um klukkustundir en daga að hans mati. Þá er hann ekki þeirrar skoðunar að hann hafi verið of djarfur í greiningu sinni á atburðum síðustu daga. Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira
Þorvaldur telur langlíklegast að kvika komi upp þar sem skjálftavirknin er mest í augnablikinu, rétt norðan við miðju Sundhnjúkagígasprungunnar. „Til að byrja með færi hraunrennslið þá frekar til norðurs og þá vesturs. Og ef það fer í vesturátt er það áhyggjuefni gagnvart Svartsengi og Bláa lóninu og því svæði. Hún [sprungan] þarf nú ekki að teygja sig mikið lengra til suðurs þannig að hraun fari að flæða líka í suðurátt. En því lengra sem hraunsprungan er frá Grindavík og öðrum innviðum því betra. Því lengur tekur það fyrir hraun að ná þessum innviðum og þéttbýlinu,“ segir Þorvaldur í samtali við Vísi nú í kvöld. Þannig að það er í það minnsta ekki bráð hætta sem steðjar að fólki? „Ekki ef það kemur upp þarna, þá ætti það nú ekki að vera. En svo er spurning hversu hratt kvika kemur upp og hversu hratt hraunið flæðir.“ Klukkustundir frekar en dagar Er þetta að fara að gerast núna í kvöld? Í nótt? Eftir einhverja dagar? Eða gæti slokknað alveg í þessu? „Allt þetta er mögulegt. En mér finnst atburðarásin vera þannig að það sé frekar stutt í þetta gos ef af því verður. Ég hef nú sagt það áður, mér finnst það nær því að vera einhverjar klukkustundir heldur en dagar. [...] Það virðist vera meira afl í þessu og þetta er að gerast hratt því yfirþrýstingurinn hefur verið töluverður. Það gæti bent til þess að við fáum verulega kvikustrókavirkni og tiltölulega hratt hraunflæði, allavega til að byrja með. En svo gæti það dottið niður.“ Nú hefur þú verið sá hefur talið mestar líkur á gosi og þá að það gerist innan tiltölulega skamms tíma. Hlakkar nú í þér í kvöld? „Alls ekki. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Þetta snýst ekki um hverjir hafa rétt fyrir sér og rangt fyrir sér. Þetta snýst um að tryggja almannaheill og verja innviði og vera með gott og rétt viðbragð. Ég hef hugsanlega meiri áhyggjur af þessu en margur annar.“ Finnst þér þú hafa verið of djarfur í yfirlýsingum síðustu daga? „Persónulega finnst mér það ekki en ég virði það við fólk ef því finnst það. Og það hefur alveg fullan rétt á því að hafa sína skoðun á þessu. En ég vil frekar láta heyra í mér, vara við og líta kannski út eins og kjáni í fjölmiðlum því ég fór skrefinu of langt frekar en að lenda í þeirri stöðu að fólk sé í hættu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Vísindi Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sjá meira