„Aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd“ Sunna Sæmundsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 22:16 Valgerður Vilmundardóttir. vísir/skjáskot Mikil eyðilegging blasti við þegar Valgerður Vilmundardóttir gekk inn á heimili sitt í Grindavík fyrr í kvöld. Hún segist aldrei hafa upplifað annað eins og skjálftann sem reið yfir þegar hún var stödd í Lyfju um klukkan sex. „Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Þetta var bara hræðileg aðkoma að koma hingað heim. Það var bara allt í maski hérna inni hjá okkur,“ segir Valgerður og bendir fréttamanni á brotna tertudiska á gólfinu á heimili sínu. Tjónið er töluvert og Valgerður bendir til dæmis á að ein styttan sem datt á gólfið og brotnaði hafi kostað um hundrað þúsund krónur. Þegar Margrét Björk Jónsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var í heimsókn hjá Valgerði reið snarpur skjálfti yfir en líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan hélt Valgerður ró sinni á meðan fréttamanni stóð ekki á sama. Valgerður er enda öllu vön eftir skjálftavirknina undanfarið og gerir helst ráð fyrir að gosið komi upp í bakgarðinum hjá sér. „Ég held að þetta sé búið og að eldgosið verði síðan bara hérna í baksýn hjá mér. Og hraunið fer svo eitthvert annað en til mín,“ segir Valgerður kímin og bætir við að ekkert hús sé á bak við hennar eign. „Ég mun bara hafa útsýni úr sólstofunni.“ Hjartað á milljón Valgerður starfar í Lyfju og hún segir að skjálfti sem reið yfir þegar hún var stödd þar inni um klukkan sex hafi verið verulega óþægilegur. „Það var það versta og ég fór alveg undir hurðarkarm. Ég hef aldrei á ævinni orðið svona ógeðslega hrædd. Hjartað var bara á milljón.“ Hér að neðan má sjá myndband úr Lyfju eftir skjálftann fyrrnefnda.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira