Ívar Ásgrímsson: Höfðum næga orku en okkur skorti kjarkinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. nóvember 2023 21:46 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar. „Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
„Ég er bara hundóánægður, mér fannst þetta leikur sem við hefðum getað tekið en við sýndum ekki nógu mikinn karakter. Kaninn þeirra tók yfir leikinn í byrjun fjórða, við stóðum bara og horfðum á, sýndum engan karakter og létum þá hlaupa á okkur í einhverjar 4-5 mínútur“ sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, strax að leik loknum. Breiðablik hélt vel í gestina lengst framan af leik og aðdáendur liðsins fóru að gera sér vonir um fyrsta sigurinn. Þegar komið var út í fjórða leikhlutann brunaði Njarðvík hins vegar fram úr þeim og gerðir þær vonir að engu. Breiðablik átti fínan endasprett undir blálokin en stigamunurinn milli liðanna reyndist þeim of mikill. „Sýndum karakter undir lokin að koma til baka og gera þetta að einhverjum smá möguleika en það var bara of seint. Við töluðum um það, við höfum verið að tapa leikjum í þriðja leikhluta, vissum að við þyrftum að vera miklu einbeittari og þetta voru þrjú stig [milli liðanna] í byrjun fjórða. En þá byrjum við fjórða leikhluta í staðinn alveg eins og aumingjar þrátt fyrir að vera með byrjunarliðið inn á. Við höfðum næga orku en því miður sýndum við ekki kjarkinn til að taka þennan leik.“ Sóknarleikur Breiðabliks byggði mikið á þremur mönnum, Árna Elmari, Snorra Vignissyni og Zoran Vrikic. Þeir þrír ásamt Keith Jordan sáu alfarið um stigasöfnun, auk tveggja stiga frá Sölva Ólasyni. Liðið fékk engin stig af bekknum í kvöld. „Við skiptum ekki eins mikið og við höfum verið að gera, vorum að keyra meira á 5-6 leikmönnum. Mér fannst allir [varamenn] gera allt sem ég vildi fá frá þeim. Þannig að ég veit ekki hvað er hægt að segja um það, við fengum allavega engin stig af bekknum en ég fékk baráttu frá þeim.“ Breiðablik gerir sér næst ferð til Þorlákshafnar og mætir Þór í 7. umferð deildarinnar. Hvað þarf að breytast svo liðið geti sótt einhver úrslit úr þeim leik? „Við þurfum að þora, erum án Everage [Richardson] sem er okkar helsti skorari og nær að brjóta upp varnir. Okkur munar um hann í svona leik þar sem við þurfum að brjóta hlutina aðeins upp. En gegn Þór þurfum við að vera grimmari að hlaupa línur, skapa pláss og fara 1 á 1. Við erum að fara að spila gegn gríðarlega góðu liði á erfiðum útivelli en ég held við getum alveg tekið sigur þar“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00 Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir ÍR - Valur | Sjóðheitir gestir í Breiðholti Tindastóll - KR | Sá fyrsti eftir metaleikinn mikla Þór Þ. - Grindavík | Ólíkt hafast þau að Keflavík - Njarðvík | Montrétturinn í húfi fyrir jólin Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Njarðvík 93-99 | Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki Breiðablik mátti þola sjötta tap sitt í röð þegar liðið tók á móti Njarðvík í Smáranum. Lokatölur í þessari viðureign 6. umferðar Subway deildar karla urðu 93-99. Blikarnir sitja því enn stigalausir í neðsta sæti deildarinnar.Njarðvík endaði sína taphrinu með þessum sigri en liðið hafði tapað tvisvar í röð eftir að hafa unnið fyrsta þrjá deildarleikina. 10. nóvember 2023 21:00