Icebox haldið í fimmta sinn: „Mæta nógu snemma og sjá alla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2023 08:01 Það verður boðið til veislu í Kaplakrika í kvöld. Icebox Icebox verður haldið í 5. sinn í Kaplakrika í kvöld. Uppselt er á viðburðinn og mælt er með því að gestir mæti fyrr heldur en seinna til að ná sem bestum sætum. Stöð 2 Sport sýnir beint frá aðalbardögum kvöldsins og hefst útsending klukkan 20.00. „Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið. Box Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið rosalega vel, það er allt uppselt og áhuginn aldrei verið meiri,“ segir Davíð Rúnar en hann fékk hugmyndina að Icebox fyrir nokkrum árum síðan. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. „Viðburðurinn hefur aldrei verið stærri, erum með leyfi fyrir fleiri áhorfendum en samt er uppselt. Eftirspurnin rosalega og gríðarlegur áhugi.“ Þetta er í fimmta sinn sem viðburðurinn er haldinn og vinsældir hans hafa aukist milli ára. Davíð Rúnar segir hann orðinn einn þann vinsælasta sinnar tegundar. “Eftir því sem við best vitum er Icebox stærsti áhuga-boxviðburður í Evrópu.” Dagskrá Icebox má sjá hér að neðan en fyrsti bardaginn hefst klukkan 18.00. Það er því nóg um að vera áður en útsending Stöðvar 2 hefst kl. 20.00. „Bara mæta nógu snemma og sjá alla. Það er mikið af efnilegum krökkum sem munu ná langt í byrjun kvöldsins. Aðalbardagi kvöldsins (e. Main event) er rematch frá því í fyrra, á undan honum er yfirþungavigtarbardagi en þeir eru alltaf skemmtilegir. Svo eru landsliðsstrákar að keppa á móti öðrum reyndum hnefaleikaköppum þar á undan.“ Ísland vs. Svíþjóð Erika Nótt Einarsdóttir og Arina Vakili mætast í alþjóðlegum bardaga en Vakili kemur frá Svíþjóð og er „helvíti spræk“ segir Davíð Rúnar. Bardaginn þeirra er sá fyrsti sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. „Viljið alls ekki missa af því en ég átti mjög erfitt með að raða bardögum niður og ákveða hvaða bardagi væri hvar í röðinni því þeir eru hver öðrum flottari.“ Davíð Rúnar sagði að endingu að það væri greinilegt að hnefaleikar væru á uppleið á Íslandi, að gott starf væri unnið í hnefaleikaþjálfun hér á landi og það væri að klárlega að skila sér í viðburðum eins og Icebox. Þá mælti hann eindregið með því að fólk kæmi tímanlega þar sem það þýðir að fólk fær betri sæti. Einnig minnti hann á að það verður boðið upp á tónlistarveislu milli atriða og ef að fólk á ekki miða þá er um að gera að stilla á Stöð 2 Sport klukkan 20.00 og mæta svo hreinlega næst þegar Icebox verður haldið.
Box Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast