Um er að ræða þær Herdísi Önnu Þorvaldsdóttur athafnakonu og Laufeyju Elíasdóttur leikkonu og myndlistarkonu en þær eru að gera ótrúlega hluti á heimilum sínum.
Laufey reif sjálf niður vegg til að stækka eldhúsið og smíðaði vegg til að búa til aukaherbergi. Og Herdís Anna meðal annars parketlagði og múraði gólfið á svölunum sínum.
Hér að neðan má sjá brot úr þætti gærkvöldsins en áskrifendur geta séð innslagið í heild sinni á frelsiskerfi Stöðvar 2 og á Stöð 2+.