Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. nóvember 2023 12:26 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Vísir/Samsett Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. „Mér finnst bráðnauðsynlegt að fara að byrja á þessu. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Ef við göngum ekki í svona aðgerðir strax þá verða engar forvarnaraðgerðir heldur björgunaraðgerðir. Við erum með svona forvarnaraðgeðrir í tengslum við snjóflóð,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Kröftug skjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældist sá stærsti 4,8 að stærð. Líkurnar á gosi meiri en ekki Hann segir að spennan sem sé að myndast í skorpunni sé mikil og það sé bara spurning um hvaða skjálfti það verði sem verði til þess að eldgos hefjist án mikils fyrirvara. „Það færist alltaf nær og nær gosi. Ég er ansi hræddur um það en vona hitt. Staðan er orðin þannig að ég held að líkurnar séu orðnar meiri á því að við fáum eldgos heldur en ekki. Persónulega finnst mér ekki seinna vænna að fara að setja upp neyðargarða til að verja Grindavík,“ segir Þorvaldur. „Ekki víst að fari eins vel og í Eyjum“ Hann segist telja að réttast væri að rýma Grindavík að minnsta kosti á nóttunni og segir líka að það sé ekki hægt að treysta á heppnina eina. Það hafi ekki verið góður undirbúningur og forvarnir sem bjargaði Eyjamönnum árið 1973. „Ég er á því að það væri réttast að rýma bæinn eins og hægt er. Þó starfsemi haldi kannski áfram að degi til að fólk sofi annars staðar á nóttunni. Það sama gildir um Svartsengi og Bláa lónið,“ segir Þorvaldur. „Það er ekki víst að fari eins vel og í Eyjum. Það var bara stálheppni. Það var bara heppni að allir bátar voru í höfn. Það er alltaf gott að hafa heppnina með sér í liði en það er ekki gott að treysta á hana.“ Hvetur til stillingar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Mér finnst bráðnauðsynlegt að fara að byrja á þessu. Þetta eru fyrirbyggjandi aðgerðir. Ef við göngum ekki í svona aðgerðir strax þá verða engar forvarnaraðgerðir heldur björgunaraðgerðir. Við erum með svona forvarnaraðgeðrir í tengslum við snjóflóð,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Kröftug skjálftahrina hófst á Reykjanesi í nótt og mældist sá stærsti 4,8 að stærð. Líkurnar á gosi meiri en ekki Hann segir að spennan sem sé að myndast í skorpunni sé mikil og það sé bara spurning um hvaða skjálfti það verði sem verði til þess að eldgos hefjist án mikils fyrirvara. „Það færist alltaf nær og nær gosi. Ég er ansi hræddur um það en vona hitt. Staðan er orðin þannig að ég held að líkurnar séu orðnar meiri á því að við fáum eldgos heldur en ekki. Persónulega finnst mér ekki seinna vænna að fara að setja upp neyðargarða til að verja Grindavík,“ segir Þorvaldur. „Ekki víst að fari eins vel og í Eyjum“ Hann segist telja að réttast væri að rýma Grindavík að minnsta kosti á nóttunni og segir líka að það sé ekki hægt að treysta á heppnina eina. Það hafi ekki verið góður undirbúningur og forvarnir sem bjargaði Eyjamönnum árið 1973. „Ég er á því að það væri réttast að rýma bæinn eins og hægt er. Þó starfsemi haldi kannski áfram að degi til að fólk sofi annars staðar á nóttunni. Það sama gildir um Svartsengi og Bláa lónið,“ segir Þorvaldur. „Það er ekki víst að fari eins vel og í Eyjum. Það var bara stálheppni. Það var bara heppni að allir bátar voru í höfn. Það er alltaf gott að hafa heppnina með sér í liði en það er ekki gott að treysta á hana.“ Hvetur til stillingar Í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur að umræðan í samfélaginu um yfirstandandi jarðhræringar hafi einkennst mjög af tali um allra verstu sviðsmyndina sem engin söguleg gögn séu um að hafi áður gerst en hann útilokaði þú ekki að hún gæti raungerst. Hún sé einfaldlega ekki líklegust. „Líklegasta niðurstaðan er að þetta hætti og ef það fer af stað atburðarás sem endar í gosi þá er lang líklegast að hún taki talsvert marga klukkutíma og jafnvel daga, það er bara það sem reynslan úr öðrum gosum fyrri ára segir okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir „Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30 „Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09 Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Djúp lægð nálgast landið úr suðri Veður Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Erlent Engar uppsagnir í farvatninu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Erlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Sjá meira
„Vill einhver kaupa hús hérna í Eyjabyggðinni? Er að spyrja fyrir vin“ Alls hafa 24 skjálftar mælst yfir 3 að stærð frá miðnætti, allir í nágrenni við Þorbjörn, þar sem vel er fylgst með kvikuinnskoti í Reykjaness-Svartsengis eldstöðvakerfinu. 9. nóvember 2023 06:30
„Nóttin var vægast sagt hræðileg“ Hljóðbrot sem Lilja Ósk Sigmarsdóttir, íbúi í Grindavík náði þegar stór skjálfti reið yfir í nótt, sýnir raunveruleikann sem íbúar búa við þessa dagana. Hún segir nóttina hafa verið hræðilega og taugakerfið orðið ansi marið. 9. nóvember 2023 12:09
Bláa lóninu lokað í viku en starfsmenn fá greitt og gestir endurgreitt Forsvarsmenn Bláa lónsins hafa ákveðið að loka starfstöðvum sínum í Svartsengi í eina viku, þrátt fyrir að viðbúnaðarstig almannavarna hafi ekki verið aukið. 9. nóvember 2023 07:23