Fölsuðu leiki til að fá aukið fjármagn frá Alþjóðasambandinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 16:00 Krikket er ekki eins vinsælt í Frakklandi og hefur verið haldið fram Franska krikketsambandið liggur undir grun að hafa falsað leikjafjölda kvennaliða sambandsins til að auka fjárveitingar Alþjóðakrikketsambandsins til sín. Leikmenn, félög og fleiri meðlimir hafa stigið fram og ásakað sambandið um ólögmæta starfshætti. Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Krikket Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Sjá meira
Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Krikket Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok „Ég er bestur í heimi og ég get loksins sagt það“ Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Goðsögnin verðlaunuð með hreindýri frá jólasveininum Sjá meira