Fölsuðu leiki til að fá aukið fjármagn frá Alþjóðasambandinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. nóvember 2023 16:00 Krikket er ekki eins vinsælt í Frakklandi og hefur verið haldið fram Franska krikketsambandið liggur undir grun að hafa falsað leikjafjölda kvennaliða sambandsins til að auka fjárveitingar Alþjóðakrikketsambandsins til sín. Leikmenn, félög og fleiri meðlimir hafa stigið fram og ásakað sambandið um ólögmæta starfshætti. Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið. Krikket Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í krikket fer fram þessa dagana í Indlandi. Mithali Raj, stigahæsti leikmaður íþróttarinnar frá upphafi, var viðstaddur viðburð í París síðastliðinn ágúst þar sem fagnað var góðum uppgangi íþróttarinnar í Frakklandi, sem hefur enga sögulega tengingu við krikket. Franska krikketsambandið hélt því fram með stolti á viðburðinum að 25% allra krikketleikmanna landsins væru kvenkyns og 91 leikur hafi farið fram í kvennaflokki árið áður. En nú hefur komið á daginn að þær tölur eru líklega mjög ýktar. 🔴 #EXCLUSIVE - Players, clubs, and members of France #Cricket accuse the organisation of lying to access @ICC funds and concealing what it spends them on.🎥 As the #CricketWorldCup takes place in #India 🇮🇳, @POB_journo and @Gregorgregorgr investigated the claims for #FOCUS ⤵️ pic.twitter.com/9V5Mk6L2r1— FRANCE 24 English (@France24_en) November 7, 2023 Fyrrum landsliðsmaðurinn Tracy Rodriguez tók stöðu í stjórn sambandsins í júní 2021, hún sagði spurningar strax hafa vaknað sem aðrir meðlimir hafi einfaldlega hlegið að. Hún fór þá að nýta frítíma sinn í að rannsaka málið sjálf og sótti krikketleiki sem áttu að fara fram. Í nokkur skipti fór hún í garðinn og fann engan þar, daginn eftir voru úrslit leiksins svo birt á netinu. Franski fjölmiðillin, France24, ákvað að slást til liðs við Rodriguez í rannsóknarvinnunni og fór á stúfana. Þeir komust að sömu niðurstöðu, enginn leikur fór fram. Fulltrúar liðanna sem áttu þar að leika voru spurðir út í málið, annað liðið sagði leikinn hafa farið fram síðar sama dag, hitt liðið sagði leikinn hafa verið færðan á annan völl og farið fram á réttum tíma. Franska krikketsambandið hafði svo sambandið við fjölmiðilinn og bað um að ekki yrði haft samband beint við fulltrúa liðanna. Lögum um fjárveitingar innan franska krikketsambandsins var breytt árið 2021, þær eru nú aðeins veittar til liðanna á grundvelli þess að þau haldi úti ungmenna- og kvennaliði. Mörg topplið hafa því gripið til þeirra ráða að falsa, ekki bara leiki, heldur heilu liðin. Frakkland leikur á heimsmeistaramótinu í krikket þessa dagana, skilyrði fyrir því að taka þátt í mótinu er að hafa að minnsta kosti átta starfrækt kvennalið í landinu, Sport24 hefur staðfest tilveru fjögurra en ekki fleiri. Alþjóðakrikketsambandið sagðist ekki geta dæmt í málinu heldur þyrftu þau að treysta því að upplýsingar Frakklands væru réttar. Franska krikketsambandið hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið.
Krikket Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Bein útsending: Stelpurnar okkar sem mæta Sviss og Frakklandi Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Dagskráin: Körfuboltakvöld, enski bikarinn og Sveindís Jane Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Sjá meira