Fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2023 11:01 Glódís Perla Viggosdóttir og enska landsliðskonan Georgia Stanway fagna saman sigri Bayern München á VfL Wolfsburg. Getty/Sebastian Widmann Tveir stórir leikir fóru fram á sunnudaginn í Þýskalandi og það kemur kannski einhverjum á óvart hvor þeirra fékk meira áhorf í þýsku sjónvarpi. Þjóðverjar tóku að sér að vera gestgjafar á stórleik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins í NFL-deildinni en leikurinn fór fram í Frankfurt. Þarna mættust tvö af bestu liðum deildarinnar. Chiefs komst yfir í 21-0 í leiknum og vann hann að lokum 21-14. Leikurinn fór fram á besta tíma í Þýskalandi þótt að hann hafi verið snemma að bandarískum tíma. More people in Germany watched yesterday's Frauen Bundesliga match between @FCBfrauen and @VfL_Frauen (1.55 million) on ZDF than the NFL game in Frankfurt later the same day between Kansas City Chiefs and Miami Dolphins (1.34 million) on RTL. #FCBWOB pic.twitter.com/qPYSJQPCPJ— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 6, 2023 Sama dag fór fram toppslagur Bayern München og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni sem var gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um titilinn. Bayern hefur unnið tvo af síðustu þremur titlum en Wolfsburg vann titilinn 2022 og svo fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Ekkert annað félag hefur unnið þýsku kvennadeildina undanfarin áratug. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern sem vann leikinn 2-1. Linda Dallmann og Klara Buhl komu liðinu í 2-0 en Lena Oberdorf minnkaði muninn í seinni hálfleiknum. Niðurstöður á sjónvarpsáhorfi á leikina tvo eru komnar í hús og Asif Burhan á Forbes fékk að birta þær. Þar kom í ljós að fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn sem er vissulega mjög athyglisvert. Alls horfðu 1,55 milljónir á kvennaleikinn á ZDF stöðinni en á móti horfðu bara 1,34 milljónir á NFL-leikinn á RTL sjónvarpsstöðinni. Þetta er enn eitt dæmið um í hversu mikilli sókn kvennafótboltinn er í dag. Þýski boltinn NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
Þjóðverjar tóku að sér að vera gestgjafar á stórleik Kansas City Chiefs og Miami Dolphins í NFL-deildinni en leikurinn fór fram í Frankfurt. Þarna mættust tvö af bestu liðum deildarinnar. Chiefs komst yfir í 21-0 í leiknum og vann hann að lokum 21-14. Leikurinn fór fram á besta tíma í Þýskalandi þótt að hann hafi verið snemma að bandarískum tíma. More people in Germany watched yesterday's Frauen Bundesliga match between @FCBfrauen and @VfL_Frauen (1.55 million) on ZDF than the NFL game in Frankfurt later the same day between Kansas City Chiefs and Miami Dolphins (1.34 million) on RTL. #FCBWOB pic.twitter.com/qPYSJQPCPJ— Asif Burhan (@AsifBurhan) November 6, 2023 Sama dag fór fram toppslagur Bayern München og Wolfsburg í þýsku kvennadeildinni sem var gríðarlega mikilvægur leikur í baráttunni um titilinn. Bayern hefur unnið tvo af síðustu þremur titlum en Wolfsburg vann titilinn 2022 og svo fjögur ár í röð frá 2017 til 2020. Ekkert annað félag hefur unnið þýsku kvennadeildina undanfarin áratug. Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í vörn Bayern sem vann leikinn 2-1. Linda Dallmann og Klara Buhl komu liðinu í 2-0 en Lena Oberdorf minnkaði muninn í seinni hálfleiknum. Niðurstöður á sjónvarpsáhorfi á leikina tvo eru komnar í hús og Asif Burhan á Forbes fékk að birta þær. Þar kom í ljós að fleiri horfðu á Glódísi Perlu og félaga en á NFL leikinn sem er vissulega mjög athyglisvert. Alls horfðu 1,55 milljónir á kvennaleikinn á ZDF stöðinni en á móti horfðu bara 1,34 milljónir á NFL-leikinn á RTL sjónvarpsstöðinni. Þetta er enn eitt dæmið um í hversu mikilli sókn kvennafótboltinn er í dag.
Þýski boltinn NFL Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Körfubolti „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira