Tíu voru handteknir í New York og nágrenni og sex í Palermo á Sikiley.
Einn þeirra sem til stóð að handtaka gengur enn laus.
Dómsskjöl sýna að hópurinn er grunaður um að hafa beitt hógunum og ofbeldi til að draga sér fé og svíkja fé út úr verkalýðsfélögum og sjóðum þeirra. Skotmörkin voru aðallega fyrirtæki í sorpbransanum.
Þá eru sumir ákærðu grunaðir um að hafa hótað eigendum fyrirtækja og krafist greiðslna fyrir „vernd“. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa sniðgengið reglur og beitt svikum til að vinna gróðarvænleg útboð.
Meðal handteknu eru Joseph „Joe Brooklyn“ Lanni, foringi í Gambino-fjölskyldunni, Angelo „Fifi“ Gradilone og Francesco Vicari, einnig þekktur sem „Cicco frændi“, sem er grunaður um að vera samstarfsmaður Gambino-fjölskyldunnar og sikileysku mafíunnar.
Þeir eiga yfir höfði sér allt að 180 ára fangelsi.
Gambino-fjölskyldan er ein af mafíufjölskyldunum fimm í New York og var leidd af John Gotti þar til hann lést í fangelsi árið 2002 og seinna af Fran Cali, sem var myrtur fyrir utan heimili sitt í Staten Island árið 2019.