Létu ekki brenna líkin sem hrönnuðust upp Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2023 19:20 Rekstur útfararstofunnar hefur gengið brösulega frá því hún var opnuð árið 2017. Minnst 189 lík fundust í húsnæðinu í síðasta mánuði en svo virðist sem um sé að ræða lík sem áttu að vera brennd. AP/Jerilee Bennett Eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum og eiginkona hans voru handtekinn í dag en minnst 189 lík fundust nýverið í húsnæði þeirra. Líkamsleifarnar eru sagðar í misslæmu ásigkomulagi en þær fundust þann 4. október þegar fólk kvartaði undan lykt. Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson. Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Upprunalega var talið að líkin væru 115 en talan hækkaði síðar upp í 189, eftir að rannsakendur luku störfum í útfararstofunni um miðjan október. Hjónin heita Jon og Carrie Hallford og voru þau handtekinn í Oklahoma í dag. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru þau grunuð um fjóra glæpi. Þau eru grunuð um að ólöglega meðferð á líkamsleifum, þjófnað, fjárþvætti og að falsa skjöl. Ættingjar látins fólks sem réðu hjónin óttast að lík ástvina þeirra hafi ekki verið brennd og hafi þess í stað verið geymd í umræddu húsnæði. Á dánarvottorðum segi að hjónin hafi látið brenna líkin í tveimur líkbrennslum. Forsvarsmenn þeirra sögðu blaðamönnum AP þó að þeir hefðu ekki átt í viðskiptum við hjónin á þeim tímabilum sem um er að ræða. Í frétt AP segir að degi eftir að lyktin var tilkynnt til yfirvalda ræddi Jon Hallford við embættismann sem fjallar um starfsemi útfærastofa. Þá hafi hann sagt að hann ætti í „vandræðum“ með húsnæði og hann væri að stunda uppstoppun þar. Fyrirtæki hjónanna hét Return to Nature og var stofnað árið 2017. Það átti að bjóða upp á líkbrennslu og „grænar“ jarðarfarir. Reksturinn hefur gengið illa á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn einnar líkbrennslu höfðuðu mál gegn hjónunum vegna vangoldinna reikninga. Tanya Wilson, dóttir einnar konu sem átti að hafa verið brennd, fékk ösku frá þeim Jon og Carrie, sem er ekki aska móðurinnar. Búið er að staðfesta að lík hennar sé eitt af þeim sem fundust í útfararstofunni og hefur dóttirin fengið skartgripi sem fundust á líkinu. „Ég held að enginn fangelsisdómur geti bætt upp fyrir það að bróðir minn hafi þurft að þrífa rotnandi hold móður okkar af armbandi sem við fengum,“ sagði Wilson.
Bandaríkin Tengdar fréttir Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44 Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Útfararstjóri játar að hafa stolið rúmlega þrjátíu rotnandi líkum Útfararstjóri í Indiana hefur játað sekt í yfir 40 ákæruliðum þjófnaðar eftir að rotnandi lík rúmlega þrjátíu einstaklinga fundust á útfararstofu hans. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér tólf ára dóm og þarf að greiða 53 fjölskyldum skaðabætur. 28. maí 2023 10:44
Útfararstjóri dæmdur fyrir að selja líkamshluta Fyrrverandi eigandi útfararstofu í Colorado í Bandaríkjunum var dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að selja líkamshluta án leyfis aðstandenda. Móðir eigandans sem sá um að skera líkin hlaut einnig þungan dóm. 4. janúar 2023 09:10